Innlent

Vilja koma á ætluðu samþykki

Stefan Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Vonast er til að líffæragjöfum fjölgi.
Vonast er til að líffæragjöfum fjölgi. Nordicphotos/Getty
Þingmenn úr fimm stjórnmálaflokkum hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um brottnám líffæra.

Með breytingartillögunni vilja þingmenn koma á svokölluðu „ætluðu samþykki“ sem þýðir að ekki sé ástæða til að áætla að látinn einstaklingur hafi verið mótfallinn því að leyfa nýtingu líffæra sinna nema annað sé tilgreint.

Líffæragjafakerfi sem innihalda „ætlað samþykki“ þykja töluvert skilvirkari. Í Austurríki er til dæmis nýst við kerfið og þar er ætlað samþykki um 99 prósent á meðal hugsanlegra líffæragjafa. Í Þýskalandi er nýst við kerfi sem byggir á fyrirframgefnu samþykki en þar í landi hlýst samþykki um 12 prósent hugsanlegra líffæragjafa. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×