Sport

Vilhjálmur Einarsson sá fyrsti í heiðurshöllina

Íþróttasamband Íslands, ÍSÍ fagnar aldarafmæli í dag og var mikið um dýrðir í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Af þessu merkilega tilefni efndi ÍSÍ til hátíðarfundar í ráðhúsinu. Tveir fyrrverandi forsetar ÍSÍ, Gísli Halldórsson 98 ára og Ellert B.Schram, afhjúpuðu skjöld í Bárubúð en ÍSÍ var stofnað í Bárubúð við tjörnina á þessum degi fyrir 100 árum, 28.janúar árið 1912.

Forseti ÍSÍ tilkynnti um stofnun Heiðurshallar ÍSÍ og að sjálfsögðu var silfurmaðurinn frá Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956, Vilhjálmur Einarsson, sá fyrsti í heiðurshöllina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×