Íslenski boltinn

Vilhjálmar Alvar dæmir opnunarleikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vilhjálmur Alvar dæmir opnunarleik Pepsi-deildar karla.
Vilhjálmur Alvar dæmir opnunarleik Pepsi-deildar karla. vísir/vilhelm
Búið er að raða niður dómurum á fyrstu fjóra leikina í Pepsi-deild karla sem hefst í dag.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson fær það verkefni að dæma opnunarleik Pepsi-deildarinnar, þegar nýliðar Þróttar fá Íslandsmeistara FH í heimsókn klukkan 16:00.

Vilhjálmur Alvar dæmdi einnig annan af tveimur fyrstu leikjunum í Pepsi-deildinni í fyrra, þegar Fjölni og ÍBV mættust í Grafarvogi. Sá leikur hófst klukkan 17:00 sunnudaginn 3. maí, á sama tíma og leikur ÍA og Stjörnunnar á Akranesi.

Lögreglumaðurinn Pétur Guðmundsson sér um flautuleik í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV og ÍA mætast, Ívar Orri Kristjánsson dæmir leik Breiðabliks og Víkings Ó. á Kópavogsvelli og Guðmundur Ársæll Guðmundsson dæmir á Valsvellinum þar sem heimamenn fá Fjölni í heimsókn.

Tveir leikir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í dag; opnunarleikur Þróttar og FH sem hefst klukkan 16:00 og leikur Vals og Fjölnis sem byrjar klukkan 20:00.


Tengdar fréttir

Jafnari deild en síðustu ár

FH-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum af forráðamönnum liða í Pepsi-deild karla. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, segir að það komi ekki á óvart að væntingar séu gerðar til liðsins eftir árangur síðustu ára.

Fimm mánaða eltingarleikur?

Pepsi-deild karla í fótbolta hefst á sunnudaginn. FH talið langlíklegast til að verða meistari 2. árið í röð. Getur komist á toppinn í fyrstu umferð og verið þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×