Vigdís Hauksdóttir: „Sigmundur Davíð verðmætasti stjórnmálamaður landsins frá lýðveldisstofnun“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júní 2015 11:43 Vigdís Hauksdóttir er þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn og formaður fjárlaganefndar. Vísir/Ernir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, skilur reiði hjúkrunarfræðinga, vill setja pening í samgöngumál þegar heilbrigðiskerfinu hefur verið sinnt og segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, vera verðmætasta stjórnmálamann Íslendinga frá lýðveldisstofnun. Rætt var við Vigdísi í Bítinu í morgun en hún er nýkomin úr vikufríi. „Þetta er bara erfitt mál og ég vona að þetta leysist á farsælan hátt fyrir okkur öll, land og þjóð,“ sagði Vigdís Hauksdóttir þegar hún var spurð um deilu hjúkrunarfræðinga. Hún segist skilja reiði þeirra en vill ekkert tjá sig um það hvort það sé svigrúm til launahækkana núna ef litið er til fjárhagsstöðu ríkisins. Hér að ofan má hlusta á viðtalið við Vigdísi í heild sinni. „Ég er nú þannig að þó að sumir haldi kannski að ég sé hörkutól en ég vil alltaf fara samningaleiðina áður en það er gripið til lagasetningar og dómstólaleiðarinnar. Þannig að það er mjög leitt að þetta sé komið í þennan hnút.“ Hún er ekki hrifin af hugmyndum um að taka eigi verkfallsrétt af ákveðnum stéttum. „Ég vil frekar að við lítum til Norðurlandanna og lærum af þeim. Þar er farið yfir málin á hverju ári. Skoða hvernig framleiðslan er í hagkerfinu og hvert svigrúmið er til launahækkana.“En þyrfti þá ekki að einfalda kjarasamninga? Það eru átta samningar í Svíþjóð.„Það er félagafrelsi á Íslandi, að vísu erum við bara 320 þúsund. Það er dýrt að reka öll þessi verkalýðsfélög. Við erum að borga hluta af laununum okkar akkúrat í félagsgjöld til verkalýðsfélaga. Að mínu mati eru alltof margir lífeyrissjóðir á Íslandi. Fyrir líklega tæpum tveimur árum kostaði tæpa 7 milljarða að reka lífeyrissjóðskerfið á ári á Íslandi. Það þarf ansi margar vinnandi hendur til að ná upp í þann kostnað.“Vigdís segir að ríkisstjórnin hafi sett heilbrigðiskerfið í forgang.Vísir„Framtíðin er björt“ Þó að Vigdís vilji ekkert segja um hvort að ríkið hefði efni á því núna að hækka laun hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna nefnir hún að mikil þáttaskil hafi orðið í síðustu viku þegar samningar náðust við kröfuhafana. „Þannig að framtíðin er björt.“ „Eftir fréttum sem ég hef lesið eru kröfuhafar frekar bjartsýnir á þetta. Okkar aðalsamningamaður Lee Bucheit talar um að þetta sé algjört einsdæmi. Þannig að sú leið var farin að semja við kröfuhafa, því er óskaðastaðan að semja við þá sem eru í verkfalli.“ Til stendur að nýta peninginn sem fæst út úr fyrrnefndum samningum til þess að greiða niður skuldir. Vigdís segir að það svigrúm sem skapist við það fari til forgangsmála og nefnir að heilbrigðiskerfið hafi verið í forgangi hjá núverandi ríkisstjórn. „Eins og allir vita. Við höfum bætt miklu fé inn í Landspítalann og læknar gerðu samninga á síðasta ári.“Þá er komið svigrúm til að hækka laun hjúkrunarfræðinga? „Auðvitað þarf að hækka laun hjúkrunarfræðinga eins og annarra stétta. En ég er ekki reiðubúin til að tjá mig um hvað það á að vera mikið því að málið er ekki á mínu borði.“ Vigdís sér brýna þörf í að leggja fé til samgöngumála og í að viðhalda vegakerfinu. „Það er orðið víða mjög slæmt ástand á því.“ Hún nefnir einnig flugvellina úti á landi.Jafnaðarmenn kjarklausir að mati formanns fjárlaganefndar Hún telur þá gagnrýni sem ríkisstjórnin hefur fengið óbilgjarna. „Sá málflutningur er hafður uppi að skuldaniðurfelling til heimilanna komi ekki til framkvæmda eða virki ekki af því að það er verið að hækka stýrivexti. Það sem var tekið af höfuðstól lánanna kemur ekki aftur. Tökum dæmi, fjölskylda með tuttugu milljónir í skuldir, skuldaniðurfelling kom til og lækkaði kannski um tvær milljónir, þá er það talningin á höfuðstólnum sem skiptir máli, þetta kemur ekki tilbaka. Þetta er týpískur málflutningur jafnaðarmanna sem höfðu ekki kjark til að gera þetta á sínum tíma og tóku kröfuhafa og fjármagnseigendur framyfir heimilin í landinu. Því nú hefur það svo bersýnilega komið í ljós að árið 2009 þegar Framsóknarflokkurinn barðist fyrir tuttugu prósenta leiðinni þá var þessi leið fær og framkvæmanleg en það var látið renna annað. Því miður.“Það hefur talsvert verið argast út í Sigmund Davíð. Eru Framsóknarmenn þá núna sigri hrósandi? „Ég tala nú bara fyrir mig en auðvitað er það afar ánægjulegt þegar framtíðin og nútíðin ber það í ljós og með sér að við höfðum rétt fyrir okkur. Og Sigmundur Davíð var einbeittur alla tíð.Sigmundur Davíð gerðist formaður Framsóknarflokksins árið 2009. Vigdís Hauksdóttir er mikill aðdáandi hans.VísirVerðmætasti stjórnmálamaðurinn frá lýðveldisstofnun Íslands „Þetta eru ekki bara kosningarnar 2013 heldur var þessi barátta líka háð í kosningabaráttunni 2009. Það var eiginlega barið meira á okkkur þá þegar við vorum að fara fram með tuttugu prósenta skuldaniðurfellinguna. * Svo var hörð atlaga gerð að Framsóknarflokknum 2013 í kosningunum. En þetta stenst allt, alveg eins og Icesave og eins og allt annað. Eftir að Sigmundur Davíð varð forsætisráðherra þá kom skuldaniðurfellingin til, nú við vitum alveg hvernig Icesave fór. Líklega er nú Sigmundur Davíð verðmætasti stjórnmálamaður landsins frá lýðveldisstofnun.“ Hún gefur lítið fyrir það að stjórnarandstaðan eigi nokkuð í þeim samningum sem náðust í júní. „Það vilja allir borða kökuna þegar hún hefur verið bökuð. En ég vil biðja ykkur að rifja upp orrahríðina sem við áttum við þetta fólk bæði í kosningunum 2009 og 2013. Það var ekkert venjulegt. Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, skilur reiði hjúkrunarfræðinga, vill setja pening í samgöngumál þegar heilbrigðiskerfinu hefur verið sinnt og segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, vera verðmætasta stjórnmálamann Íslendinga frá lýðveldisstofnun. Rætt var við Vigdísi í Bítinu í morgun en hún er nýkomin úr vikufríi. „Þetta er bara erfitt mál og ég vona að þetta leysist á farsælan hátt fyrir okkur öll, land og þjóð,“ sagði Vigdís Hauksdóttir þegar hún var spurð um deilu hjúkrunarfræðinga. Hún segist skilja reiði þeirra en vill ekkert tjá sig um það hvort það sé svigrúm til launahækkana núna ef litið er til fjárhagsstöðu ríkisins. Hér að ofan má hlusta á viðtalið við Vigdísi í heild sinni. „Ég er nú þannig að þó að sumir haldi kannski að ég sé hörkutól en ég vil alltaf fara samningaleiðina áður en það er gripið til lagasetningar og dómstólaleiðarinnar. Þannig að það er mjög leitt að þetta sé komið í þennan hnút.“ Hún er ekki hrifin af hugmyndum um að taka eigi verkfallsrétt af ákveðnum stéttum. „Ég vil frekar að við lítum til Norðurlandanna og lærum af þeim. Þar er farið yfir málin á hverju ári. Skoða hvernig framleiðslan er í hagkerfinu og hvert svigrúmið er til launahækkana.“En þyrfti þá ekki að einfalda kjarasamninga? Það eru átta samningar í Svíþjóð.„Það er félagafrelsi á Íslandi, að vísu erum við bara 320 þúsund. Það er dýrt að reka öll þessi verkalýðsfélög. Við erum að borga hluta af laununum okkar akkúrat í félagsgjöld til verkalýðsfélaga. Að mínu mati eru alltof margir lífeyrissjóðir á Íslandi. Fyrir líklega tæpum tveimur árum kostaði tæpa 7 milljarða að reka lífeyrissjóðskerfið á ári á Íslandi. Það þarf ansi margar vinnandi hendur til að ná upp í þann kostnað.“Vigdís segir að ríkisstjórnin hafi sett heilbrigðiskerfið í forgang.Vísir„Framtíðin er björt“ Þó að Vigdís vilji ekkert segja um hvort að ríkið hefði efni á því núna að hækka laun hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna nefnir hún að mikil þáttaskil hafi orðið í síðustu viku þegar samningar náðust við kröfuhafana. „Þannig að framtíðin er björt.“ „Eftir fréttum sem ég hef lesið eru kröfuhafar frekar bjartsýnir á þetta. Okkar aðalsamningamaður Lee Bucheit talar um að þetta sé algjört einsdæmi. Þannig að sú leið var farin að semja við kröfuhafa, því er óskaðastaðan að semja við þá sem eru í verkfalli.“ Til stendur að nýta peninginn sem fæst út úr fyrrnefndum samningum til þess að greiða niður skuldir. Vigdís segir að það svigrúm sem skapist við það fari til forgangsmála og nefnir að heilbrigðiskerfið hafi verið í forgangi hjá núverandi ríkisstjórn. „Eins og allir vita. Við höfum bætt miklu fé inn í Landspítalann og læknar gerðu samninga á síðasta ári.“Þá er komið svigrúm til að hækka laun hjúkrunarfræðinga? „Auðvitað þarf að hækka laun hjúkrunarfræðinga eins og annarra stétta. En ég er ekki reiðubúin til að tjá mig um hvað það á að vera mikið því að málið er ekki á mínu borði.“ Vigdís sér brýna þörf í að leggja fé til samgöngumála og í að viðhalda vegakerfinu. „Það er orðið víða mjög slæmt ástand á því.“ Hún nefnir einnig flugvellina úti á landi.Jafnaðarmenn kjarklausir að mati formanns fjárlaganefndar Hún telur þá gagnrýni sem ríkisstjórnin hefur fengið óbilgjarna. „Sá málflutningur er hafður uppi að skuldaniðurfelling til heimilanna komi ekki til framkvæmda eða virki ekki af því að það er verið að hækka stýrivexti. Það sem var tekið af höfuðstól lánanna kemur ekki aftur. Tökum dæmi, fjölskylda með tuttugu milljónir í skuldir, skuldaniðurfelling kom til og lækkaði kannski um tvær milljónir, þá er það talningin á höfuðstólnum sem skiptir máli, þetta kemur ekki tilbaka. Þetta er týpískur málflutningur jafnaðarmanna sem höfðu ekki kjark til að gera þetta á sínum tíma og tóku kröfuhafa og fjármagnseigendur framyfir heimilin í landinu. Því nú hefur það svo bersýnilega komið í ljós að árið 2009 þegar Framsóknarflokkurinn barðist fyrir tuttugu prósenta leiðinni þá var þessi leið fær og framkvæmanleg en það var látið renna annað. Því miður.“Það hefur talsvert verið argast út í Sigmund Davíð. Eru Framsóknarmenn þá núna sigri hrósandi? „Ég tala nú bara fyrir mig en auðvitað er það afar ánægjulegt þegar framtíðin og nútíðin ber það í ljós og með sér að við höfðum rétt fyrir okkur. Og Sigmundur Davíð var einbeittur alla tíð.Sigmundur Davíð gerðist formaður Framsóknarflokksins árið 2009. Vigdís Hauksdóttir er mikill aðdáandi hans.VísirVerðmætasti stjórnmálamaðurinn frá lýðveldisstofnun Íslands „Þetta eru ekki bara kosningarnar 2013 heldur var þessi barátta líka háð í kosningabaráttunni 2009. Það var eiginlega barið meira á okkkur þá þegar við vorum að fara fram með tuttugu prósenta skuldaniðurfellinguna. * Svo var hörð atlaga gerð að Framsóknarflokknum 2013 í kosningunum. En þetta stenst allt, alveg eins og Icesave og eins og allt annað. Eftir að Sigmundur Davíð varð forsætisráðherra þá kom skuldaniðurfellingin til, nú við vitum alveg hvernig Icesave fór. Líklega er nú Sigmundur Davíð verðmætasti stjórnmálamaður landsins frá lýðveldisstofnun.“ Hún gefur lítið fyrir það að stjórnarandstaðan eigi nokkuð í þeim samningum sem náðust í júní. „Það vilja allir borða kökuna þegar hún hefur verið bökuð. En ég vil biðja ykkur að rifja upp orrahríðina sem við áttum við þetta fólk bæði í kosningunum 2009 og 2013. Það var ekkert venjulegt.
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira