MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER NÝJAST 21:50

Facebook fjarlćgđi kosningamyndband VG vegna nektar

FRÉTTIR

Viđvörun vegna óveđurs

 
Innlent
16:42 03. FEBRÚAR 2016
Skil nálgast landiđ úr suđri á morgun međ vaxandi austan átt og snjókomu og ganga skilin norđur yfir landiđ.
Skil nálgast landiđ úr suđri á morgun međ vaxandi austan átt og snjókomu og ganga skilin norđur yfir landiđ. VÍSIR/AUĐUNN NÍELSSON

Spáð er austan og norðaustan stormi eða roki, 20-28 m/s sunnan- og vestantil á landinu síðdegis á morgun, en norðan- og austantil aðra nótt. Einnig má búast við talsverðri úrkomu, en mikilli úrkomu suðaustan- og austanlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Skil nálgast landið úr suðri á morgun með vaxandi austan átt og snjókomu og ganga skilin norður yfir landið.

Austan 10-18 m/s í dag, hvassast við suðurströndina og norðvestantil. Snjókoma sunnantil á landinu, en annars úrkomulítið. Frost 0 til 8 stig. Bætir í vind og ofankomu á morgun, 15-28 m/s síðdegis, hvassast sunnan- og vestantil, talsverð snjókoma, en slydda eða rigning við suðurströndina. Hægari vindur og úrkomuminna norðaustantil fram eftir kvöldi.

Frost 0 til 5 stig, en hlánar sunnan til. Talsverð eða mikil snjókoma suðaustan og austantil annað kvöld, en slydda eða rigning á láglendi aðra nótt. Veðrið gengur niður suðvestanlands annað kvöld, suðaustantil aðra nótt, en ekki fyrr en eftir hádegi á föstudag í öðrum landshlutum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Viđvörun vegna óveđurs
Fara efst