LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ NÝJAST 14:58

Jafnt fyrir austan

SPORT

Viđvörun vegna óveđurs

 
Innlent
16:42 03. FEBRÚAR 2016
Skil nálgast landiđ úr suđri á morgun međ vaxandi austan átt og snjókomu og ganga skilin norđur yfir landiđ.
Skil nálgast landiđ úr suđri á morgun međ vaxandi austan átt og snjókomu og ganga skilin norđur yfir landiđ. VÍSIR/AUĐUNN NÍELSSON

Spáð er austan og norðaustan stormi eða roki, 20-28 m/s sunnan- og vestantil á landinu síðdegis á morgun, en norðan- og austantil aðra nótt. Einnig má búast við talsverðri úrkomu, en mikilli úrkomu suðaustan- og austanlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Skil nálgast landið úr suðri á morgun með vaxandi austan átt og snjókomu og ganga skilin norður yfir landið.

Austan 10-18 m/s í dag, hvassast við suðurströndina og norðvestantil. Snjókoma sunnantil á landinu, en annars úrkomulítið. Frost 0 til 8 stig. Bætir í vind og ofankomu á morgun, 15-28 m/s síðdegis, hvassast sunnan- og vestantil, talsverð snjókoma, en slydda eða rigning við suðurströndina. Hægari vindur og úrkomuminna norðaustantil fram eftir kvöldi.

Frost 0 til 5 stig, en hlánar sunnan til. Talsverð eða mikil snjókoma suðaustan og austantil annað kvöld, en slydda eða rigning á láglendi aðra nótt. Veðrið gengur niður suðvestanlands annað kvöld, suðaustantil aðra nótt, en ekki fyrr en eftir hádegi á föstudag í öðrum landshlutum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Viđvörun vegna óveđurs
Fara efst