Innlent

Viðrar vel til skíðaiðkunar fyrir norðan

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fullt af nýjum snjó er á skíðasvæði Tindastóls og þar er spáð góðu veðri í dag.
Fullt af nýjum snjó er á skíðasvæði Tindastóls og þar er spáð góðu veðri í dag. Vísir/Vilhelm
Það má skella sér á skíði í dag, annan dag jóla, en skíðasvæði Tindastóls verður opið í dag frá 11-16. Í tilkynningu segir að í fjallinu sé fullt af nýjum snjó og spáð er blíðskaparveðri, hægum vindi og léttskýjuðu.

Þá er skíðasvæðið á Dalvík einnig opið frá 11-16 í dag. Þar er eins stigs frost, smá gola og frábært skíðafæri í nýtroðnum brekkum, að því er segir í tilkynningu.

Barnalyftur verða svo opnar í Bláfjöllum en lágmarksþjónusta verður á svæðinu; veitingasalan verður opin en leigan lokuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×