Enski boltinn

Victor Moses: Mourinho talaði aldrei við mig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Moses hefur skorað tvö mörk fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Moses hefur skorað tvö mörk fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/getty
Nígeríumaðurinn Victor Moses nýtur lífsins hjá Chelsea undir stjórn Antonios Conte.

Moses hefur fengið mikinn spiltíma í byrjun tímabilsins en sú var ekki raunin á meðan José Mourinho stýrði Chelsea.

Mourinho lánaði Moses þrisvar sinnum í burtu og leikmaðurinn segir að samskipti þeirra hafi verið lítil sem engin.

„Hann talaði aldrei við mig,“ sagði hinn 25 ára gamli Moses í samtali við ESPN.

„Ég held við höfum spjallað nokkrum sinnum saman í síma. Hann spurði hvort það væri ekki allt í lagi þegar ég var hjá Liverpool, meira var það ekki.“

Moses verður væntanlega í byrjunarliði Chelsea þegar liðið fær lærisveina Mourinhos í Manchester United í heimsókn á sunnudaginn.

Chelsea er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir átta umferðir.


Tengdar fréttir

Karamellumoli í konfektkassa

Það eru ekki margir sem tengja Diego Costa við neitt sem er rólegt og rómantískt. En hann leynir á sér og er grjótharður að utan en silkimjúkur hið innra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×