Innlent

Veturinn boðar komu sína

Samúel Karl Ólason skrifar
Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðri og færð og að vera ekki á vanbúnum bílum á umræddum slóðum.
Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðri og færð og að vera ekki á vanbúnum bílum á umræddum slóðum. Vísir/ERNIR
Veturinn boðar nú komu sína eftir milt haust. Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun vegna vetrarveðurs næstu daga. Búist er við suðvestan storméljum sunnan- og vestantil á landinu í dag. Þá er búist við norðan hvassviðri eða stormi með talsverðri ofankomu norðan- og austantil á landinu seint á morgun og á fimmtudag.

Sjá einnig: Éljagangur í dag en norðanstórhríð út vikuna.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að búast megi við vetrarfærð á heiðum suðvestan- og vestantil á landinu þegar líður á daginn. Þar a að auki megi búast við lélegu ferðaveðri norðan- og austantil á landinu seint á morgun og á fimmtudag.

Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðri og færð og að vera ekki á vanbúnum bílum á umræddum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×