Innlent

Vestur Íslendingar finna fjölskyldur sínar hér á landi

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
17 ungmenni eru stödd hér á landi til að kynnast íslenskum fjölskyldum þeirra sem þú nýverið vissu af. Á föstudaginn munu þau hitta nýfunda ættingja en þangað til læra þau íslensku.

Benni Sigurdsson er einn af þátttakendum verkefnisins. Hann byrjaði að læra íslensku í gegnum netið í janúar, en kom svo til landsins fyrir 10 dögum og getur vel bjargað sér á íslensku.

„Við erum þátttakendur í Snorra verkefninu. Við erum vestur íslendingar frá Kanada og Bandaríkjunum. Við komum til að læra íslensku og hitta fjölskyldu okkar,“ segir Benni Sigurdson.

Þátttakendur eiga það sameiginlegt að fyrir stuttu vissu þeir ekki af því að þau ættu fjölskyldu hér á landi. Hingað eru þau komin til að hitta ættingjana, sem og læra íslensku.

„Það er allur gangur á því hvaða upplýsingar þau hafa, en í flestum tilfellum þá eru þau með mjög litlar upplýsingar um ættingja á Íslandi. Við höfum hjálpað þeim að finna sína ættingja og höfum fengið aðstoð við að hafa samband í gegnum Íslendingabók,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Snorra verkefnis.

Ásta Sól KristjánsdóttirSigurjón
Þá segir Ásta Íslendinga vera mjög opna og gestrisna í garð nýfundinna ættingja. Á föstudaginn munu ungmennin hitta íslenska fjökslyldu sína og verða næstu þrjár vikur nýttar í að styrkja fjölskyldutengslin.

„Afi minn var hálfgerður flagari og átti tvær fjölskyldur. Hann fór með annarri fjölskyldunni til Kanada en skildi hina eftir hér á Íslandi,“ segir Jordan Daldwin, þátttakandi verkefnisins.

íslenskukennsla



Fleiri fréttir

Sjá meira


×