Innlent

Vestfirðingar geta hringt á ný

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Á Ísafirði.
Á Ísafirði. Vísir/Pjetur
Viðskiptavinir Símans á Vestfjörðum eru nú komnir í farsímasamband og talsímasamband. Farsíma- og fastlínusamband er komið á um varaleið Mílu. Þá samdi Síminn við Vodafone fyrr í dag um tímabundinn aðgang að farsímakerfi Vodafone til að flýta fyrir því að viðskiptavinir kæmust í farsímasamband. Á þriðja tímanum var sá aðgangur virkjaður að því er fram kemur í tilkynningu frá Símanum.

„Síminn þakkar Vodafone fyrir skjót og fagleg viðbrögð í dag. Áfram er unnið á vegum Mílu að viðgerð vegna internetþjónustu og sjónvarpsþjónustu. Síminn biður Vestfirðinga velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin hefur valdið,” segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.


Tengdar fréttir

Sambandsleysi á Vestfjörðum

Fjarskiptaþjónusta á Vestfjörðum er að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu upp úr klukkan hálf tíu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×