Innlent

Verkfall hjá sjómönnum undirbúið

Sveinn Arnarsson skrifar
Sjómenn vilja nýjan samning.
Sjómenn vilja nýjan samning. vísir/vilhelm
Viðræður Sjómannasambandsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um nýjan kjarasamning hafa siglt í strand.

Tilboði sjómanna var hafnað og viðræðum slitið. Mikið ber í milli. Verður hafist handa við kosningu um verkfall innan skamms.

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir síðustu fundi með SFS hafa verið úrslitafundi um hvort samningar næðust fyrir verkfallsaðgerðir.

„Við það að SFS hafnaði tilboði okkar snögglega er ljóst að við munum ekki ná saman. Því förum við núna í að skipuleggja kosningar um verkfallsboðun,“ segir Valmundur. „Verði það svo samþykkt munu aðgerðir hefjast á fyrstu dögum nóvembermánaðar með tilheyrandi búsifjum fyrir þjóðarbúið.“

Verkfall hefði víðtæk áhrif bæði fyrir landvinnslufólk sem og aðrar afleiddar greinar sjávarútvegsins.

Ekki hefur verið boðað til nýrra funda hjá ríkissáttasemjara.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir

Þarf að borga tvöfalt til að berja Bieber augum

Fatlaðir einstaklingar sem ekki njóta liðveislu eða notendastýrðrar persónuaðstoðar, þurfa að kaupa sérstakan aðgöngumiða fyrir aðstoðarmanneskju sína á stórtónleika hérlendis. Annað fyrirkomulag er í löndunum í kringum okkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×