Innlent

Verðtryggt lán Íbúðalánasjóðs löglegt: Ætla með málið til Evrópu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í málinu.
Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í málinu. Vísir/GVA

Íbúðalánasjóður braut ekki gegn viðskiptavinum sínum með því að miða við 0 prósent verðbólgu við útreikning á lántökukostnaði, árlegri hlutfallstölu kostnaðar og afborgunum láns. Dómurinn staðfesti fyrri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur.

Verðbæturnar ekki í áætlun

Málið höfuðu hjónin Helga Margrét Guðmundsdóttir og Theódór Magnússon en málið var rekið með stuðningi Hagsmunasamtaka heimilanna. Þau töldu að Íbúðalánasjóður hefði brotið á þeim, meðal annars vegna þess að verðbætur væru ekki settar inn í greiðsluáætlun. 

Hagsmunasamtökin hafa jafnframt sagt að dæmi séu um að engin greiðsluáætlun hafi fylgt lánum á borð við þau sem hjónin tóku.

Vilhjálmur, formaður samtakanna, segir að málinu verði vísað til EFTA-dómstólsins.Vísir/GVA

Með málið til Evrópu

„Héraðsdómurinn var staðfestur og Hæstiréttur, bara eins og við óttuðumst, virðist ekki þora að taka á þessu máli, því hann er ekki að rökstyðja þetta með lögum og þeim innleiðingum sem við erum skuldbindin til að innleiða í gegnum EES,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, um niðurstöðuna. 

„Þetta eru vonbrigði fyrir alla Íslendinga myndi ég segja því þetta snýst um verðtrygginguna,“ segir Vilhjálmur en samtökin eru hvergi nærri af baki dottin í baráttu sinni.

„Nú er bara að fara með þetta og spyrja EFTA-dómstólinn hvort þetta sé ekki rétt sem við erum að halda fram, að þetta hafi ekki verið rétt innleitt og rétt kynnt fyrir fólki,“ segir hann. „Við ákváðum strax í upphafi að senda ekki þetta strax til EFTA heldur fara með þetta fyrst í gegnum íslensku dómstólana.“  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×