Innlent

Verð bréfa snarlækkaði

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gengi hlutabréfa í Icelandair Group lækkuðu um prósent í gær.
Gengi hlutabréfa í Icelandair Group lækkuðu um prósent í gær. vísir/valli
Gengi hlutabréfa í Icelandair Group lækkaði um 8,07 prósent í 1.250 milljóna króna viðskiptum í gær. Þetta gerðist í kjölfar þess að Icelandair Group kynnti afkomu annars ársfjórðungs og afkomuspá Icelandair Group var færð niður vegna óvissu á mörkuðum.

Gengi annarra skráðra félaga lækkaði einnig, Marel lækkaði um 2,86 prósent, og Eimskip lækkaði um 2,24 prósent. Úrvalsvísitalan lækkaði því um 3,54 prósent í gær.

Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair Group að afkoman hafi aldrei verið betri á öðrum ársfjórðungi en nú. EBITDA nam 52,4 milljónum dollara, jafnvirði 6,4 milljarða íslenskra króna, og hækkaði milli ára. Eiginfjárhlutfall var 39 prósent í lok júní. Forsvarsmenn Icelandair Group segja horfur góðar fyrir árið, þrátt fyrir áhrif ytri þátta.

Afkomuspáin var hins vegar lækkuð vegna erfiðari rekstrarskilyrði flugfélaga á seinni hluta ársins. Hryðjuverk í Evrópu og niðurstaða atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hafa skapað óvissu á mörkuðum.

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×