Innlent

Veltur á vægi Icesave-málsins

Flækist Icesave-málið ekki fyrir þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar AGS má hugsanlega stíga skref í afnámi gjaldeyrishafta, segir Már Guðmundsson. Fréttablaðið/pjetur
Flækist Icesave-málið ekki fyrir þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar AGS má hugsanlega stíga skref í afnámi gjaldeyrishafta, segir Már Guðmundsson. Fréttablaðið/pjetur
Flækist Icesave-málið ekki fyrir þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og íslenskra stjórnvalda er hugsanlegt að stíga einhver skref í afnámi gjaldeyrishafta. Þetta er mat Más Guðmundssonar seðlabankastjóra.

„Þetta er háð því að þriðja endurskoðunin fari fram og að við fáum þann aðgang að erlendu lánsfé sem hún mun hafa í för með sér. Ef Icesave-málið flækist ekki fyrir þriðju endurskoðuninni, þá er alveg hugsanlegt að stíga einhver skref í afnámi gjaldeyrishafta án þess að málið hafi áður verið leyst,“ segir Már og bendir á að önnur staða hafi verið uppi í efnahagsmálum fyrir aðra endurskoðun áætlunar AGS og stjórnvalda.

Í kjölfar samþykkis annarrar endurskoðunar áætlunarinnar í apríl opnaðist stjórnvöldum aðgangur að rúmum hundrað milljörðum króna frá AGS, Norðurlöndunum og Póllandi. Í kjölfarið voru erlendar skuldir ríkissjóðs keyptar til baka.

Áformað er að leggja þriðju endurskoðun efnahagsáætlunarinnar fyrir framkvæmdastjórn AGS í byrjun næsta mánaðar. - jab


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×