ŢRIĐJUDAGUR 26. JÚLÍ NÝJAST 15:00

Hjörtur vonast til ađ fara ađ spila sem fyrst fyrir Bröndby

SPORT

Velkjast um í sjónum viđ Reynisfjöru

 
Innlent
16:37 24. MARS 2016
Börn sem voru ađ klifra í stuđlaberginu sluppu naumlega.
Börn sem voru ađ klifra í stuđlaberginu sluppu naumlega.

Þórir Kjartansson náði meðfylgjandi myndum í Reynisfjöru í gær. Hann segir nokkra ferðamenn hafa lent illa í því í þá stuttu stund sem hann hafi verið að taka myndir. Þá hafi börn verið að klifra í stuðlaberginu og sloppið naumlega frá því að lenda í sjónum.

„Þetta er endalaust vesen þarna,“ segir Þórir í samtali við Vísi.

Hann gerði stutt myndband úr myndskeiðum og myndum sem hann tók í gær.

Tveir menn sem Þórir fylgdust með fóru mjög nálægt sjónum og fengu mjög fljótt á sig öldu. Þeir sluppu þó vel.

„Það er oft eins og fólk sé alveg utan við sig. En þetta eru misstórir þessir sjóir og ég er ekkert hissa á því að fólki gangi illa að passa sig á þessu, sem að hafa kannski aldrei komið áður að sjó fyrir opnu hafi. Ég get ekki kallað það vitleysinga eins og margir gera.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Velkjast um í sjónum viđ Reynisfjöru
Fara efst