Innlent

Velferðarnefnd skoðar mál 101 leikskóla

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vísir
„Löggjafinn ætlaði að banna, til dæmis, háttsemi sem þessa,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, um málefni barns sem rassskellt var á 101 leikskóla. Nefndin mun funda um málið og fara yfir hvort breyta þurfi lögum að nýju til að tryggja að þau nái örugglega yfir rassskellingar.



Tryggja framgöngu laganna

Umboðsmaður barna verður væntanlega kallaður á fund nefndarinnar en hann gerði alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu lögreglu og ríkissaksóknara málinu. Báðir aðilar vísuðu því frá þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellis fyrir dómi. Ekki liggur fyrir hvort ríkissaksóknari verði sjálfur kallaður fyrir.



Sigríður Ingibjörg segir vilja löggjafans hafi verið skýran. „Við þurfum, nefndin, að fara yfir það hvernig við tryggjum það að lögin nái framgöngu,“ segir hún. Ekki liggur fyrir hvenær fundurinn verður haldinn.



Breyttu lögunum 2009

Sérstaklega var talað um rassskellingar í nefndaráliti félags- og tryggingamálanefndar þegar barnaverndarlögum var breytt árið 2009. Þá var markmiðið að tryggja að hverskyns ofbeldi gegn börnum væri bannað.



„Ég hef ekki haft tök á að kynna mér málið en það segir sig sjálft að barnavrerndarlög eru sett börnum til varnar,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þáverandi formaður nefndarinnar, aðspurð um hvort það hafi verið vilji löggjöfans að ná til alls ofbeldis.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×