Íslenski boltinn

Veigar Páll: Var algjörlega magnað

Anton Ingi Leifsson á Laugardalsvelli skrifar
Veigar Páll í baráttunni í kvöld.
Veigar Páll í baráttunni í kvöld. vísir/gety
Veigar Páll Gunnarsson bar fyrirliðabandið í liði Stjörnunnar þegar liðið tapaði gegn Inter í umspili um laust sæti í Evrópudeildinni á Laugardalsvelli. Veigar Páll var ánægður með Stjörnuliðið og sagði að hann hafi verið með gæsahúð á köflum í leiknum.

„Mér fannst við standa okkur ágætlega. Við vissum að við þyrftum að liggja heilmikið í vörn," sagði fyrirliðinn í leikslok.

„Mér fannst við gera það mjög vel í fyrri hálfleik. Það var smá heppni í þessu marki þeirra í lok fyrri hálfleiks. Síðan ákváðum við frá með 60. - 65. mínútu, en við vissum að það væri áhættusamt og fáum þriðja markið á okkur undir lokin."

„Annað markið er smá rothögg. Það er erfitt að lenda 1-0 undir gegn svona liði, en við erum að spila á móti Inter Milan. Við erum bara Stjarnan, en stóran hlutan af leiknum stóðum við okkur mjög vel."

„Að spila fyrir framan Laugardalsvöll er magnað. Þetta var algjörlega magnað. Ég þakka þvílíkt fyrir stuðninginn. Maður var með gæsahúð lengi í leiknum."

„Það er bara frábært að vera á leiðinni á San Siro. Við þurfum bara sætta okkur við það að við séum dottnir út, en við ætlum bara hafa gaman að þessu. Þetta er búið að vera ævintýri og það verður gaman að enda þetta á San Siro."

„Ég er búinn að frétta það að það er fullt af fólki að fara með okkur út að styðja okkur og það er bara magnað," sagði Veigar Páll í leikslok.


Tengdar fréttir

Mazzarri: Einvígið er ekki búið

Walter Mazzarri var ánægður með 3-0 sigur Inter á Stjörnunni í kvöld en hann var fljótur að minna blaðamenn á að ekkert væri útilokað í fótbolta þegar borið var undir hann hvort einvígið væri búið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×