Innlent

Vegum lokað vegna veðurs

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Vegagerðin hefur lokað Suðurlandsvegi frá Lómagnúp í vestri að Jökulsárlóni í austri. Mikil hálka er á svæðinu og vindhviður hafa verið að mælast yfir þrjátíu metrum á sekúndu.

Veðrið er hvað verst á Austur- og Norðausturlandi og hefur slysavarnafélagið Landsbjörg hvatt fólk til að halda kyrru fyrir frekar en að halda af stað út í veðrið. Lögreglan hvetur fólk jafnframt til þess að fylgjast með upplýsingum um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar af vef Vegagerðarinnar um færð á vegum rétt fyrir klukkan 11.

Það er hálka eða snjóþekja á flestum vegum á Suðurlandi og eitthvað um skafrenning. Þæfingsfærð er í Grafningi.  

Á Vesturlandi er hálka og snjóþekja á felstum leiðum. Snjóþekja og snjókoma er á  Snæfellsnesi.

Á Vestfjörðum er víðast hvar hálka eða snjóþekja en þæfingsfærð er um veginn í Þorskafirði og á Dynjandisheiði.  Þungfært norður í Árneshrepp á Ströndum.

Það er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum á vestanverðu Norðurlandi en á  Norðausturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum.

Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á Austurlandi og kominn éljagangur nokkuð víða.

Hálka  er með suðausturströndinni og lokað á Skeiðársandi og í Öræfasveit.  Hálka og stórhríð er á Reynisfjalli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×