Innlent

Vegir lokaðir á Vestfjörðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Holtavörðuheiði hefur verið opnuð, en vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát.
Holtavörðuheiði hefur verið opnuð, en vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát. Vísir/GVA
Steingrímsfjarðarheiði er lokuð ásamt Þröskuldum, Kletthálsi, Kleifaheiði og Hjallhálsi. Á þessum leiðum er nú unnið að mokstri samkvæmt Vegagerðinni, en snjóþekja er á Hálfdán og Mikladal. Ófært er á Innstrandavegi og hálka og snjóþekja er á öðrum leiðum á Vestfjörðum.

Búið er að opna vegin um Holtavörðuheiði, en einbreitt er á köflum og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát.

Ófært er um Bröttubrekku, en hálka og hálkublettir eru annarsstaðar á Vesturlandi.

Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir og éljagangur eru á Reykjanesbraut og á Sandskeiði. Hálka og snjóþekja er á Mosfellsheiði og á Lyngdalsheiði. Hálka er í uppsveitum á Suðurlandi.

Á Norðurlandi vestra er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og éljagangur. Þæfingsfærð er á Þverárfjalli. Þungfært er frá Ketilás í Siglufjörð. Hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum á Norðausturlandi. Ófært er á Öxnadalsheiði en verið er að moka.

Á Austurlandi er hálka. Á Suðausturlandi er eitthvað um hálku og hálkubletti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×