FSTUDAGUR 30. SEPTEMBER NJAST 23:48

Sd-Arabar lsa yfir hyggjum af njum lgum Bandarkjunum

FRTTIR

Veurfringur: „essi snjr er ekki a fara neitt“

 
Innlent
07:27 28. JANAR 2016
Miki snjai  ntt og eru v margir sem urfa a skafa af blum og moka snj r innkeyrslum ur en eir halda af sta til vinnu ea anna n  morgunsri.
Miki snjai ntt og eru v margir sem urfa a skafa af blum og moka snj r innkeyrslum ur en eir halda af sta til vinnu ea anna n morgunsri. VSIR/AUUNN

„Það verður frost áfram á öllu landinu næstu dagana. Þessi snjór er ekki að fara neitt,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni. Mikið snjóaði í nótt og eru því margir sem þurfa að skafa af bílum og moka snjó úr innkeyrslum áður en þeir halda af stað til vinnu eða annað nú í morgunsárið.

Teitur segir að áframhald hafi verið í nótt á þessum þétta éljagangi sem var í gær. „Hann heldur eitthvað áfram fram eftir degi. Ég á von á að hann minnki kringum hádegið hérna á höfuðborgarsvæðinu, en svo eftir miðnætti kemur snjókomubakki inn á höfuðborgarsvæðið og snjóar enn meira næstu nótt.“

Hann segir að það verði frost áfram á öllu landinu næstu dagana. „Þessi snjór er ekki að fara neitt. Það sem breytist er að eftir föstudaginn þá er eindregnari norðanátt og þá er lítil sem engin úrkoma sunnan heiða. Þá verður það norðan- og austanvert landið sem fær snjóinn. Það heldur hins vegar áfram að vera frost þannig að það er ekki að sjá neina hláku. Hann fær því að vera í friði, sá snjór sem er kominn.“


Deila
Athugi. Allar athugasemdir eru byrg eirra er r rita. Vsir hvetur lesendur til a halda sig vi mlefnalega umru. Einnig skilur Vsir sr rtt til a fjarlgja rumeiandi ea smilegar athugasemdir og ummli eirra sem tj sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESI

  • Njast Vsi
  • Mest Lesi
  • Frttir
  • Sport
  • Viskipti
  • Lfi
Forsa / Frttir / Innlent / Veurfringur: „essi snjr er ekki a fara neitt“
Fara efst