MIĐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST NÝJAST 06:30

Ţurfum ađ kveikja í mönnum

SPORT

Veđurfrćđingur: „Ţessi snjór er ekki ađ fara neitt“

 
Innlent
07:27 28. JANÚAR 2016
Mikiđ snjóađi í nótt og eru ţví margir sem ţurfa ađ skafa af bílum og moka snjó úr innkeyrslum áđur en ţeir halda af stađ til vinnu eđa annađ nú í morgunsáriđ.
Mikiđ snjóađi í nótt og eru ţví margir sem ţurfa ađ skafa af bílum og moka snjó úr innkeyrslum áđur en ţeir halda af stađ til vinnu eđa annađ nú í morgunsáriđ. VÍSIR/AUĐUNN

„Það verður frost áfram á öllu landinu næstu dagana. Þessi snjór er ekki að fara neitt,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni. Mikið snjóaði í nótt og eru því margir sem þurfa að skafa af bílum og moka snjó úr innkeyrslum áður en þeir halda af stað til vinnu eða annað nú í morgunsárið.

Teitur segir að áframhald hafi verið í nótt á þessum þétta éljagangi sem var í gær. „Hann heldur eitthvað áfram fram eftir degi. Ég á von á að hann minnki kringum hádegið hérna á höfuðborgarsvæðinu, en svo eftir miðnætti kemur snjókomubakki inn á höfuðborgarsvæðið og snjóar enn meira næstu nótt.“

Hann segir að það verði frost áfram á öllu landinu næstu dagana. „Þessi snjór er ekki að fara neitt. Það sem breytist er að eftir föstudaginn þá er eindregnari norðanátt og þá er lítil sem engin úrkoma sunnan heiða. Þá verður það norðan- og austanvert landið sem fær snjóinn. Það heldur hins vegar áfram að vera frost þannig að það er ekki að sjá neina hláku. Hann fær því að vera í friði, sá snjór sem er kominn.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Veđurfrćđingur: „Ţessi snjór er ekki ađ fara neitt“
Fara efst