ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 06:30

Vilja fá hugmyndir um nýtingu lághitavatns

FRÉTTIR

Varđ ađ vera beinskeytt

 
Lífiđ
15:15 22. JÚNÍ 2016
Gréta Kristín ţurfti ađ fá lán hjá kennara til ađ kaupa leikmynd í lokaverkefniđ.
Gréta Kristín ţurfti ađ fá lán hjá kennara til ađ kaupa leikmynd í lokaverkefniđ. VÍSIR/ANTON BRINK

„Ég skammaði ríkisstjórn og fjárlaganefnd fyrir bilaða forgangsröðun og hræsni, því Listaháskólinn er í algeru fjársvelti. Rektor fjallaði um það sama en á kurteislegri nótum, ég hafði bara svo lítinn tíma og varð að vera beinskeytt,“ segir Gréta Kristín Ómarsdóttir um útskriftarræðu sína.

Sjálf kveðst hún líka hafa verið í svelti vegna rýrra námslána. „Ég hætti að vinna með náminu um áramót til að geta einbeitt mér að lokaverkefnum og fullreyndi að námslán eru undir fátæktarmörkum. Ég var með 140 þúsund á mánuði og það dugar ekki eins og leiguverðið er. Þetta var svo dramatískt að ég þurfti að fá lán hjá kennaranum mínum til að kaupa leikmynd í lokaverkefnið.“

Þetta segir hún endurspegla ástandið í skólanum.
„Kennarar og stjórnendur fórna sér fyrir skólann og nemendurna, leggja nótt við dag og hafa samt tekið á sig launalækkun. Þar er gríðarlegur metnaður fyrir því að láta fjárhagsástandið ekki koma niður á gæðum námsins.
Nýlega var öllum mötuneytum Listaháskólans lokað í öllum starfstöðvunum þremur, í Laugarnesi, Sölvhólsgötu og Þverholti, að sögn Grétu Kristínar og bókasöfnin sameinuð í eitt. „Með því var hjartað tekið úr húsunum,“ segir hún.

Gréta Kristín stefnir á leikstjórn. Lokaverkefni hennar var leikverk sem kallast Stertabenda og fjallar um krísuna í íslenskri þjóðarsál eftir Panamaskjölin og frægan Kastljósþátt. Þjóðleikhúsið ætlar að taka það til sýningar í haust.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Varđ ađ vera beinskeytt
Fara efst