Innlent

Varað við tínslu á skel

Birgir Olgeirsson skrifar
Útbreiðsla þessara þörunga annars staðar við landið er ekki þekkt.
Útbreiðsla þessara þörunga annars staðar við landið er ekki þekkt. Vísir
Alexandrium og Dinophysis þörungar hafa greinst undanfarið í sjósýnum sem hafa verið tekin í Hvalfirði, Breiðafirði,  Mjóafirði og Steingrímsfirði.  Útbreiðsla þessara þörunga annars staðar við landið er ekki þekkt.

Það er því varað við tínslu á krækling (bláskel) og annarra skeltegunda við landið. Sú þumalfingurregla sem er þekkt að ekki skuli tína skel til neyslu í mánaðarheitum sem eru ekki með r er því í fullu gildi.

Alexandrium þörungar geta valdið PSP eitrun og Dinophysis þörungar DSP eitrun. Nánari upplýsingar um einkenni eru hér.

Tekið er fram að kræklingur sem fer á markað sætir ströngu eftirliti og fer ekki á markað fyrr en sýnt hefur verið fram á að magn þörungaeiturs sé innan þeirra marka sem sett hafa verið.

Hægt er að fylgjast með niðurstöðum þörungavöktunar á heimasíðum Matvælastofnunar og Hafrannsóknarstofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×