Varađ viđ stormi í dag

 
Innlent
09:51 08. JANÚAR 2016
Varađ viđ stormi í dag
VÍSIR/VILHELM

Veðurstofa Íslands varar við stormi sunnantil á landinu og á Vestfjörðum í fyrstu. Gert er ráð fyrir snörpum vindhviðum við fjöll á sunnan- og vestanverðu landinu fram eftir degi. Næstu daga kólnar enn frekar og má búast við talsverðu frosti eftir helgi.

Búist er við austan og norðaustan 15-23 metrum á sekúndu, hvassast norðvestantil á landinu og allra syðst. Víða hvassir vindstrengir við fjöll. Þurrt að mestu vestanlands en annars dálítil él, einkum suðaustan- og austantil. Dregur smám saman úr vindi, 8-15 metrar á sekúndu síðdegis og úrkomuminna. Hiti um frostmark. Norðaustan 5-13 á morgun. Bjart að mestu vestanalnds, en dálítil él um landið austanvert. Frost 0 til 6 stig, en sums staðar frostlaug við sjávarsíðuna, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

Þá er hálka eða hálkublettir víðast hvar á landinu. Hringvegurinn er auður á Suðurlandi en sums staðar er hálka eða hálkublettir í uppsveitum. Hálkublettir eru á Hellisheiði. Flughált er í Grafningnum en svo einnig á Bláfjallavegi og Kjósaskarði. Óveður er undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit. Hálka og óveður er á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Á Ströndum er flughált norður í Gjögur. Þá er nokkur hálka á Norðurlandi eystra og hvasst. Snjóþekja og skafrenningur á Öxnadalsheiði.  Víða hálka á Austurlandi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Varađ viđ stormi í dag
Fara efst