Innlent

Varað við austanstormi á morgun

Veðurstofa Íslands spáir austanstormi undir Eyjafjöllum og austur í Öræfasveit á morgun
Veðurstofa Íslands spáir austanstormi undir Eyjafjöllum og austur í Öræfasveit á morgun Skjáskot/Veðurstofa
Veðurstofa Íslands spáir austanstormi undir Eyjafjöllum og austur í Öræfasveit á morgun og geta vindhviður náð 35 metrum á sekúndu. Þá má búast við talsverðri úrkomu austan Öræfa seinni part dags. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar

Þurrt verður á landinu suðvestantil en talsverð rignin suðaustan til og sums staðar slydda. Spáð er 2-11 stiga hita yfir daginn, hlýjast á Suðurlandi, en víða má búast við vægu næturfrosti.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag og laugardag:

Norðan og norðaustan 8-15 m/s og éljagangur eða snjókoma N- og A-lands, en hægara og bjartviðri SV-til. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast syðst.

Á sunnudag:

Gengur í austan og suðaustan 15-23 m/s með rigningu og hlýnandi veðri, hvassast syðst, en úrkomuminna og vægt frost fyrir norðan.

Á mánudag:

Suðvestanhvassviðri eða -stormur með skúrum eða slydduéljum, en hægara og birtir til fyrir austan. Kólnandi veður.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir hvassa norðvestanátt eða -storm með éljagangi frosti víða um land.

Á miðvikudag:

Lægir líklega og léttir til, en gengur í suðaustanátt með slyddu eða snjókomu um kvöldið. Heldur hlýnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×