Innlent

Var orðinn þreyttur á að verja stefnumál Framsóknarflokksins

Einar Skúlason sagði sig úr Framsóknarflokknum í dag.
Einar Skúlason sagði sig úr Framsóknarflokknum í dag.
„Ég sagði mig úr flokknum í dag og er búinn að senda forseta Alþingis bréf,“ segir Einar Skúlason, varaþingmaður Framsóknarflokksins, en hann tilkynnti á Facebook í dag að hann væri búinn að segja sig úr flokknum.

Einar segir það hreina tilviljun að hann hafi sagt sig úr flokknum sama dag og Guðmundur Steingrímsson, sem hyggst tilkynna formlega um úrsögn sína og framhald á morgun.

„Ég hef ekki gert það upp við mig hvort ég verði með í þessu afli,“ segir Einar spurður hvort hann ætli sér að ganga til liðs við nýtt stjórnmálaafl sem Guðmundur hefur boðað að verði stofnað.

Spurður hvað hafi orðið til þess að hann sagði sig úr flokknum segir Einar að honum hugnist ekki vaxandi þjóðernishyggju innan flokksins. Sjálfur var Einar framkvæmdastjóri Alþjóðahússins í fimm ár og segist að auki vera fylgjandi því að skoða inngöngu inn í ESB.

Einar var oddviti Framsóknarflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum en náði ekki inn.

Spurður hvernig honum líði eftir úrsögnin svarar Einar: „Þetta er ákveðinn léttir. Ég var orðinn þreyttur á að verja eitthvað sem ég hafði ekki sannfæringu fyrir.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×