Sport

Vantar sjóð til að borga fyrir sálfræðiþjónustu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tyson Fury.
Tyson Fury. vísir/getty
Fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum vill að hnefaleikasambönd heimsins stofni sjóð sem geti hjálpað hnefaleikaköppum sem eru að glíma við andleg vandamál.

Þungavigtarmeistarinn Tyson Fury er að glíma við þunglyndi, hefur viðurkennt að nota mikið kókaín og ekki annað að heyra en að hann sé að íhuga sjálfsmorð líka.

„Það ætti að stofna svona sjóð fyrr frekar en síðar því við viljum ekki að menn fari að deyja vegna andlegra veikinda,“ sagði hinn 55 ára gamli Barry McGuigan sem var heimsmeistari í fjaðurvigt á sínum tíma.

McGuigan segir að samböndin hafi lokað augunum gagnvart andlegum veikindum og segist hafa verulegar áhyggjur af Fury.

Box

Tengdar fréttir

Fury var bara að grínast

Það er eitthvað furðulegt að gerast hjá þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury.

Fury gæti misst hnefaleikaleyfið

Þungavigtarmeistarinn Tyson Fury mun væntanlega missa hnefaleikaleyfið sitt í kjölfar þess að hann viðurkenndi kókaínnotkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×