Innlent

Vantar menn á björgunarskip

Sveinn Arnarsson skrifar
Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði.
Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði óskar eftir sjálfboðaliðum til að geta mannað áhöfn Sigurvins, björgunarskips þeirra Siglfirðinga.

Hrólfur Baldursson, formaður Stráka, segir að erfitt hafi verið að fá inn nýliða en mikilvægt sé að fá fleiri. Stjórn á skipi sem þessu eigi að vera í föstum skorðum til að tryggja öryggi sjófarenda.

„Að okkar mati er gríðarlega mikil­vægt að skipið sé staðsett hérna á norðanverðum Tröllaskaga,“ segir Hrólfur.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×