Sport

Vandræðaleg byrjun Rams eftir endurkomuna til Los Angeles | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
San Francisco 49ers fagnar snertimarki.
San Francisco 49ers fagnar snertimarki. vísir/getty
Fyrsta leikvika NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta kláraðist í nótt með tveimur mánudagsleikjum þar sem Pittsburgh Steelers og San Francisco 49ers unnu sannfærandi sigra.

Pittsburgh sótti Washington Redskins heim og vann stórsigur, 38-16. Pittsburgh er talið líklegt til að vinna Ameríkudeildina og komast alla leið í Super Bowl í ár.

Antonio Brown, útherji Pittsburgh, sem er sá besti í deildinni, var magnaður í nótt en hann greip átta bolta fyrir 126 jördum og skoraði tvö snertimörk. Stóri Ben Roethlisberger, leikstjórnandi liðsins, kláraði 27 sendingar af 37 fyrir 300 jördum og kastaði fyrir þremur snertimörkum.

Ekki átti hlauparinn DeAngelo Williams síðri leik en hann hljóp 143 jarda í 26 tilranum eða 5,5 að meðaltali í tilraun og skoraði tvö snertimörk.

Rams tapaði fyrsta leiknum sínum eftir endurkomuna til Los Angeles en liðið hefur verið búsett í St. Louis undanfarin 26 ár. Það sótti San Francisco 49ers heim í nótt og skoraði ekki eitt einasta stig. Lokatölur, 28-0.

Carlos Hyde, hlaupari 49ers, átti fínan leik og skilaði tveimur snertimörkum en hjá gestunum frá englaborginni var enginn að gera neitt af viti. Vandræðaleg byrjun hjá Los Angeles-liðinu.

Hér má sjá það helsta úr leik Pittsburgh og Washington og hér er það helsta úr sigri 49ers gegn Rams.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×