Enski boltinn

Van Gaal: Gáfum frá okkur tvö stig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Gaal var ósáttur.
Van Gaal var ósáttur. Vísir/Getty
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, var ósáttur að fara einungis með eitt stig af Villa Park í dag. Van Gaal segir að United hafi þar tapað tveimur stigum.

„Þetta var svekkjandi. Mér fannst við gefa frá okkur tvö stig. Við byrjuðum ekki vel og vegna þess skoruðu þeir markið," sagði Hollendingurinn Louis van Gaal í leikslok.

„Við héldum boltanum vel í fyrri hálfleik en gerðum ekkert við hann. Í síðari hálfleiknum gerðum við þetta betur, en vorum ekki nægilega skapandi eins og venjulega. Svona er boltinn."

Van Gaal var ekki viss um að rauða spjaldið á Gabriel Agbonlahor hafi verið réttur dómur.

„Ég get ekki dæmt varðandi rauða spjaldið, ég hef ekki séð það. Ég sá tæklinguna og mér fannst þetta vera venjuleg tækling, en svo skyndilega var rauða spjaldið komið á loft."

„Ég er ósáttur því við vorum einnig betra liðið í fyrri hálfleik og þegar staðan er þannig verðuru að vinna. Við verðum þó að hugsa til baka og til að mynda í fyrstu sjö leikjunum vorum við betri aðilinn, en unnum ekki oft," sagði van Gaal í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×