MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 11:30

Draumur rćttist hjá John Arne Riise á Anfield um helgina

SPORT

Valtteri Bottas kynntur sem ökumađur Mercedes

 
Formúla 1
23:30 16. JANÚAR 2017
Valtteri Bottas var kynntur til leiks sem ökumađur Mercedes liđsins í dag.
Valtteri Bottas var kynntur til leiks sem ökumađur Mercedes liđsins í dag. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Mercedes hefur staðfest að Valtteri Bottas mun aka Formúlu 1 bíl liðsins á komandi tímabili. Bottas verður þar með liðsfélagi þrefalda heimsmeistarans Lewis Hamilton.

Eitt verst geymda leyndarmál Formúlu 1 hefur því komið á daginn. Bottas fer til Mercedes og gamli liðsfélagi hans hjá Williams, Felipe Massa, hættir við að setjast í helgan stein og ekur fyrir Williams á næsta tímabili.

„Þetta eru mjög spennandi tímar fyrir mig,“ sagði Bottas.

„Ég held að það muni taka tíma að átta sig á því hvað er að gerast. Þetta er draumur að rætast að aka fyrir lið með svona mikla sögu og lið sem hefur verið svona drottnandi undanfarin ár.“

„Ég er stoltur af því að verða hluti af liðinu og þakklátur öllum hjá Mercedes fyrir traustið á hæfileikum mínum og þessu tækifæri.“

Bottas hefur nú einstakt tækifæri til að sýna hvað í honum býr og hvort hann geti staðið í þeim bestu og það verður sérstaklega áhugavert að sjá hann aka í sama liði og Hamilton sem margir gárungar kalla einn þann besta í sögunni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Valtteri Bottas kynntur sem ökumađur Mercedes
Fara efst