Íslenski boltinn

Valsmenn án þriggja leikmanna gegn Þór

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sigurður Egill Lárusson, Val.
Sigurður Egill Lárusson, Val. vísir/ernir
Valsmenn verða án þriggja sterkra leikmanna þegar liðið mætir Þór í mikilvægum leik fyrir Hlíðarendaliðið í Pepsi-deildinni á sunnudaginn.

Kristinn Freyr Sigurðsson, Sigurður Egill Lárusson og IanWilliamson voru allir úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag, en þeir hafa allir safnað sér fjórum gulum spjöldum.

Valsmenn eru í harðri baráttu við Víkinga um síðasta Evrópusætið, en Víkingar verða án Pape Mamadou Faye á móti Breiðabliki á sunnudaginn. Pape nældi sér í fjórða gula spjaldið með því að sparka boltanum burt eftir að flautað var í leik gegn Val á sunnudaginn var.

Bannið tekur ekki gildi fyrr en á föstudaginn og verður Pape því með í leiknum gegn Stjörnunni á fimmtudagskvöldið.

Jón Ragnar Jónsson, FH, Ármann Pétur Ævarsson, Þór og Orri Sigurjónsson, Þór, verða ekki með á sunnudaginn vegna fjögurra gulra spjalda, en Einar Orri Einarsson, Keflavík, (2 leikir) og Oddur Ingi Guðmundsson, Fylki, fengu bann fyrir rautt spjald í síðasta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×