Innlent

Vætusöm þjóðhátíð

VÍSIR/STEFÁN
Það var heldur betur góð stemning í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar 70 ára afmæli lýðveldisins var fagnað. Hoppukastalar, fjölskyldujóga, siglingakeppni og skák var á meðal þess sem var í boði, fyrir unga jafnt sem aldna.

Þá var borgarlistamaður Reykjavíkur útnefndur við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Að þessu sinni var það tónlistamaðurinn Gunnar Þórðarson sem varð fyrir valinu en Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, veitti Gunnari viðurkenninguna. 



„Þetta er auðvitað mikill heiður fyrir mig. Ég átti alls ekki von á þessu og er bara mjög þakklátur", sagði Gunnar við afhendinguna.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir borgina vera stolta að geta heiðað Gunnar með þessum hætti. 

„Það er auðvitað ofboðslega gaman að þetta skuli vera eitt af fyrstu embættisverkum mínum sem borgarstjóra. Og það er sérstaklega gaman, ef maður skoðar feril Gunnars, að hann hefur verið hluti af lífi allra Íslendinga svo lengi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×