Innlent

Vætusamt um verslunarmannahelgina

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þetta fólk naut veðurblíðunnar á Geirsnefi í Reykjavík í gær með hundum sínum. Ekki spáir jafn góðu veðri um helgina.
Þetta fólk naut veðurblíðunnar á Geirsnefi í Reykjavík í gær með hundum sínum. Ekki spáir jafn góðu veðri um helgina. vísir/ernir
Verslunarmannahelgin er handan við hornið og munu eflaust margir halda út á land á hinar ýmsu hátíðir um landsbyggð alla.

Veðurstofa Íslands spáir á bilinu fimm til sextán gráðu hita um helgina, mildast sunnan- og suðvestanlands.

Á laugardaginn spáir úrkomu á Austurlandi þegar líða tekur á kvöld og á sunnudegi er útlit fyrir vætu í flestum landshlutum. Ferðalangar ættu því að taka regnfötin með í útileguna vilji þeir ekki vökna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×