Innlent

Útilokar ekki að reksturinn verði boðinn út

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, útilokar ekki að rekstur Landeyjarhafnar verði boðin út á næsta ári. Þangað til mun Eimskip leigja höfnina á 350 þúsund krónur á mánuði samkvæmt nýgerðu samkomulagi.

Landeyjarhöfn verður formlega tekin í notkun á þriðjudag en þann dag siglir Herjólfur síðustu ferð sína milli Heimaeyjar og Þorlákshafnar.

Höfnin kostaði tæpa fjóra milljarða en Eimskip, sem sér um rekstur Herjólfs, mun leigja höfnina á 350 krónur á mánuði en samkomulagið gildir til 1. september á næsta ári.

„En það er bara táknræn tala og þeir reka þá svæðið og húsið og hafa umsjón með því. En ríkissjóður er að borga mikla peninga með þessu batteríi öllu saman, þ.e. Herjólfi og siglingunum. Það getur nálgast allt að 500 milljónir," segir Kristján.

Miðað við þessar leigutekjur þá tekur níu hundruð fimmtíu og tvö ár að borga upp höfnina.

En ætti leigan ekki að vera hærri, til þess ná inn einhverjum peningum fyrir kostnaði?

„Jú, en við fáum náttúrulega tekjur inn, farþegatekjur og flutningstekjur og annað slíkt inn, þetta er allt saman reikningsdæmi. Þessi tala sem við erum tala um, leigan á höfninni og húsinu, er meira táknræn tala, þeir verða þarna og reka þetta," segir Kristján.

Vel kemur til greina að sögn Kristjáns að bjóða út rekstur hafnarinnar þegar samningurinn við Eimskip rennur út á næsta ári.

„Ég útiloka ekki að það komi til útboðs á næsta ári eða framlengingar ef vel gengur. Og þegar og ef við bjóðum þetta út þá verður allt saman boðið, þ.m.t. höfnin, húsið og allt saman," segir Kristján að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×