Innlent

Útilokað að koma í veg fyrir meiriháttar loftslagsbreytingar

Höskuldur Kári Schram skrifar
Forstöðumaður loftslagsstofnunar NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar, segir nánast útilokað að koma í veg fyrir meiriháttar loftslagsbreytingar á næstu áratugum. Ríki heims geti þó með samstilltum aðgerðum hægt verulega á þessu ferli.

Gavin Schmidt hélt fyrirlestur á ráðstefnu um loftslagsmál í Háskóla Íslands í dag. Gavin er forstöðumaður loftslagsstofnunar NASA en helsta rannsóknarsvið hans er þróun og mat á tölvulíkunum af loftslagi jarðar og hvernig þau geta nýst við ákvarðanatöku.

Gavin segir nánast útilokað að koma í veg fyrir meiriháttar loftslagsbreytingar á næstu áratugum.

„Þær loftslagsbreytingar sem við sjáum nú eru nær eingöngu af mannavöldum,einkum vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og vaxandi koltvísýrings sem fylgir henni. Það er ekki nægur tími til að stöðva þetta en við getum hægt á ferlinu. Við getum ekki gert þetta mikið verra,“ segir Gavin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×