Úrsögn Guðmundar gæti styrkt Sigmund Davíð en veikt Framsóknarflokkinn 22. ágúst 2011 21:45 Birgir Guðmundsson. Úrsögn Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum gæti styrkt stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formann flokksins, og á sama tíma veikt stöðu flokksins. Þetta er meðal annars mat Birgis Guðmundssonar, stjórnmálafræðings og dósent við Háskólann á Akureyri. Hann segir ákvörðun Guðmundar ekki koma á óvart enda hafa þeir, sem eru jákvæðir gagnvart aðildarumsókn ESB, einangrast verulega í flokknum eftir að ný forysta komst til valda eftir bankahrun. „Það hefur legið lengi fyrir innan Framsóknarflokksina að þetta væri hugsanlega klofningsmál innan flokksins," segir Birgir og bendir á að fyrir hrun hafi Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir litið jákvæðum augum til ESB. Á sama tíma áttu andstæðingar Evrópusambandsins, líkt og Guðni Ágústsson, erfitt uppdráttar innan flokksins. „En nú hefur þetta snúist við og það af krafti," segir Birgir. Það er ljóst að Evrópumálin gætu orðið, ekki aðeins Framsóknarflokknum erfið, heldur einnig Sjálfstæðisflokknum, þar sem blendnar skoðanir eru um málið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins virðist meðal annars vera að harðna í andstöðu sinni gegn ESB. „Það er ákveðinn samhljómur í málflutningi Framsóknarflokksins og forystu Sjálfstæðisflokksins núna en samt eru stórir hópar innan flokkanna sem eru ekki í takt við eigin forystu," segir Birgir. Spurður hvort það sé pláss fyrir frjálslyndan flokk, líkt og Guðmundur boðar, svarar Birgir því til að svo geti mögulega verið. Sjálfur segist Guðmundur ekki eiga nægilega mikla samleið með Samfylkingunni, sem virðist vera eina stjórnmálaaflið á Íslandi sem er sammála um þá leið sem eigi að fara í málefnum varðandi Evrópusambandsaðild. Birgir segist ekki trúa því að framboð Guðmundar verði einhverskonar spegilmynd af Samfylkingunni og vitnar þar í orð Guðmundar sjálfs í Kastljósi í kvöld. Birgir segir línurnar nú skýrari innan Framsóknarflokksins. „Og það má vera að það styrki stöðu Sigmundar Davíðs. Hinsvegar hefur Framsóknarflokkurinn ekki lengur jafn breiða skírskotun til kjósenda og því gæti það veikt flokkinn að sama skapi," segir Birgir að lokum. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Úrsögn Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum gæti styrkt stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formann flokksins, og á sama tíma veikt stöðu flokksins. Þetta er meðal annars mat Birgis Guðmundssonar, stjórnmálafræðings og dósent við Háskólann á Akureyri. Hann segir ákvörðun Guðmundar ekki koma á óvart enda hafa þeir, sem eru jákvæðir gagnvart aðildarumsókn ESB, einangrast verulega í flokknum eftir að ný forysta komst til valda eftir bankahrun. „Það hefur legið lengi fyrir innan Framsóknarflokksina að þetta væri hugsanlega klofningsmál innan flokksins," segir Birgir og bendir á að fyrir hrun hafi Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir litið jákvæðum augum til ESB. Á sama tíma áttu andstæðingar Evrópusambandsins, líkt og Guðni Ágústsson, erfitt uppdráttar innan flokksins. „En nú hefur þetta snúist við og það af krafti," segir Birgir. Það er ljóst að Evrópumálin gætu orðið, ekki aðeins Framsóknarflokknum erfið, heldur einnig Sjálfstæðisflokknum, þar sem blendnar skoðanir eru um málið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins virðist meðal annars vera að harðna í andstöðu sinni gegn ESB. „Það er ákveðinn samhljómur í málflutningi Framsóknarflokksins og forystu Sjálfstæðisflokksins núna en samt eru stórir hópar innan flokkanna sem eru ekki í takt við eigin forystu," segir Birgir. Spurður hvort það sé pláss fyrir frjálslyndan flokk, líkt og Guðmundur boðar, svarar Birgir því til að svo geti mögulega verið. Sjálfur segist Guðmundur ekki eiga nægilega mikla samleið með Samfylkingunni, sem virðist vera eina stjórnmálaaflið á Íslandi sem er sammála um þá leið sem eigi að fara í málefnum varðandi Evrópusambandsaðild. Birgir segist ekki trúa því að framboð Guðmundar verði einhverskonar spegilmynd af Samfylkingunni og vitnar þar í orð Guðmundar sjálfs í Kastljósi í kvöld. Birgir segir línurnar nú skýrari innan Framsóknarflokksins. „Og það má vera að það styrki stöðu Sigmundar Davíðs. Hinsvegar hefur Framsóknarflokkurinn ekki lengur jafn breiða skírskotun til kjósenda og því gæti það veikt flokkinn að sama skapi," segir Birgir að lokum.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira