Enski boltinn

Úrslitin úr þýska boltanum | Alexander með sex mörk

Vísir/Getty
Níu leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Aron Pálmarsson skoraði eitt mark í sigri Kiel.

Stórleikur dagsins var viðureign Hamburg og Kiel, en leikurinn fór fram í O2 höllinni í Hamburg. Heimamenn byrjuðu betur, en fljótlega tóku gestirnir í Kiel forystuna.

Hamburg var þó aldrei langt undan og leikurinn var bráðfjörugur til enda. Hamburg jafnaði metin á ný þegar nokkrar mínútur voru eftir, en Kiel vann að lokum eins marks sigur, 20-19.

Kentin Mahé var markahæstur hjá Hamburg með fimm mörk, en Marko Vujin skoraði sjö fyrir Kiel. Aron Pálmarsson skoraði eitt mark.

Mads Larsen skoraði átta mörk, en Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði tvö mörk fyrir Rhein-Necker Löven og Alexander Petersson sex.

Arnór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergrischer í tapi þeirra gegn Magdeburg, en Björgvin Páll Gústavsson stóð í marki Bergrischer.

Önnur úrslit:

Flensburg - Melsungen 29-22

Hannover Burgdorf - N-Lubbecke 35-28

Bergrischer - Magdeburg 24-25

Gummersbach - TSG Friesenheim 30-24

Lemgo - Bietigheim 37-30

Göppingen - Wetzlar 23-22

Rhein-Necker Löven - Erlangen 35-18




Fleiri fréttir

Sjá meira


×