Sport

Úr þýska landsliðinu í fjölbragðaglímu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wiese er orðinn hrikalegur.
Wiese er orðinn hrikalegur. vísir/getty
Líf þýska markvarðarins Tim Wiese hefur heldur betur tekið óvænta og áhugaverða U-beygju.

Wiese var lengi meðal fremstu markvarða í þýsku úrvalsdeildinni en hann lék lengst af með Werder Bremen. Þá á hann átta A-landsleiki fyrir Þýskaland á ferilskránni.

Wiese lagði skóna á hilluna 2014, 32 ára að aldri, og ákvað að venda kvæði sínu í kross og reyna fyrir sér í fjölbragðaglímu. Í gær þáði hann svo boð WWE (World Wrestling Entertainment) um að hefja formlegar æfingar hjá sambandinu.

Wiese ætlar sér að vera tilbúinn til að stíga inn í hringinn á túr WWE um Þýskaland í nóvember á þessu ári.

„Ég hef lagt hart að mér og er spenntur fyrir þessu tækifæri,“ sagði Wiese sem er alvöru skrokkur, 1,93 m á hæð og um 120 kg.

„Ég ætla að vera í hringnum í nóvember, hvað sem það kostar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×