Enski boltinn

Upphitun fyrir leiki dagsins: Vinnur Chelsea níunda leikinn í röð? | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fjórir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Í fyrsta leik dagsins tekur topplið Chelsea á móti West Brom.

Bæði lið hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. Chelsea hefur unnið átta leiki í röð á meðan West Brom hefur náð í 10 stig í síðustu fjórum leikjum sínum.

Liðin í 5. og 6. sæti deildarinnar, Manchester United og Tottenham, eigast við á Old Trafford.

Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að halda sér í námunda við toppliðin.

Middlesbrough fær tækifæri til að vinna annan leikinn í röð þegar liðið sækir Southampton heim.

Boro vann 1-0 sigur á Hull City í síðustu umferð á meðan Dýrlingarnir töpuðu 3-0 fyrir Crystal Palace.

Í lokaleik dagsins mætast svo Liverpool og West Ham United á Anfield.

Bæði lið töpuðu í síðustu umferð þar sem varnir þeirra láku hressilega. Liverpool þarf sigur í toppbaráttunni og West Ham þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda í baráttunni á hinum enda töflunnar.

Leikir dagsins:

12:00 Chelsea - West Brom (sýndur beint á Stöð 2 Sport HD)

14:15 Man Utd - Tottenham (sýndur beint á Stöð 2 Sport HD)

14:15 Middlesbrough - Southampton (sýndur klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport HD)

16:30 Liverpool - West Ham (sýndur beint á Stöð 2 Sport HD)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×