Enski boltinn

Upphitun: Manchester City verður að vinna í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lokaleikur 35. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fer fram í kvöld þegar Manchester City tekur á móti West Bromwich Albion á Etihad-leikvanginum.   

Manchester City hefur aðeins fengið eitt stig út úr síðustu tveimur deildarleikjum sínum og þarf nú að treysta á önnur úrslit til að ná öðrum Englandsmeistaratitli sínum á þremur árum.

Manchester City á tvo leiki inni á topplið Liverpool og sigur í þeim myndi minnka forskot Liverpool-liðsins í þrjú stig.

Manchester City hefur unnið 14 af 16 heimaleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og hefur skorað 3,4 mörk að meðaltali í leik.

Eftir slakt gengi að undanförnu þarf liðið á góðum úrslitum að halda ætli City-menn að eiga einhvern möguleika í Liverpool-liðið á lokasprettinum.

Farið er yfir leik dagsins í myndbandinu hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×