Uppbygging vegna olíuleitar gæti hafist fljótlega Karen Kjartansdóttir skrifar 11. júlí 2013 19:14 Olíumálaráðherra Noregs fundaði í fyrradag með forsætisráðherra Íslands um uppbyggingu olíuiðnaðar hér á landi. Þetta er í annað sinn á árinu sem hann kemur til Íslands til að ræða olíumál og segir forsætisráðherra ekki spurningu hvort heldur hvenær olía finnist. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega fjallað um olíu og gas í íslenskri lögsögu. Þar er meðal annars kveðið á um að stofna eigi sérstakt ríkisolíufélag, undirbúningur þess hófst í tíð fyrri ríkisstjórnar og hefur núverandi ríkisstjórn haldið þeirri vinnu stíft áfram. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra segir Norðmenn mjög áhugasama um málið. Hann fundaði með Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs, í fyrradag og ræddi áframhaldandi samstarf á þessu sviði. Þegar hafa þjóðrinar gert með sér formlegt samkomulag um olíuleit á Drekasvæðinu og íslenska hluta Jan Mayen svæðisins. „Það sýnir að þeir hafa trú á að þeir telja að þarna sé að finna gas og olíu í vinnanlegu magni. Þeir hafa reyndar gert mat á því hversu líklegt það er og það leiddi í ljós að á því eru verulegar líkur," segir Sigmundur Davíð. Sigmundur fundaði einnig með Kaj Leo Johannesen, lögmanni Færeyja, fyrir skömmu og fræddist um þá uppbyggingu sem þar hefur verið ráðist í vegna möguleikans á því að finna olíu. „Það er áhugavert að bera þetta saman við Færeyjar, þeir hafa borað átta stórar tilraunaholur, ekki enn fundið góða lind en leitin og umsvifin í kringum borunina hafa haft veruleg áhrif á efnahagslíf Færeyja og eiga stóran þátt í þeim hagvexti sem þar hefur náðst að undanförnu. Það sama ætti að eiga við um Ísland. Þegar þessi vinna fer af stað fyrir alvöru og þjónustan í tengslum við hana frá Íslandi bæði á Norður- og Austurlandi," segir Sigmundur Davíð. Gert er ráð fyrir að stofna ríkisolífélaga áður en langt um líður, sú vinna sé langt á veg komin. Uppbygging á austurlandi sé því fyrirsjáanleg. Hann vilji helst ekki tala um hvort olía finnist heldur hvernær. „Það er mikilvægt að hafa í hug að jafnvel þótt allt færi á versta veg og við fyndum ekki olíu eða gas þá er hægt að þjónusta slíka starfsemi við Grænland eða Færeyjar, jafnvel í norskri landhelgi frá Íslandi. Þannig það ríður á að nota tækifærið núna til að byggja upp þekkinguna og getuna hér innanlands." Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Olíumálaráðherra Noregs fundaði í fyrradag með forsætisráðherra Íslands um uppbyggingu olíuiðnaðar hér á landi. Þetta er í annað sinn á árinu sem hann kemur til Íslands til að ræða olíumál og segir forsætisráðherra ekki spurningu hvort heldur hvenær olía finnist. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega fjallað um olíu og gas í íslenskri lögsögu. Þar er meðal annars kveðið á um að stofna eigi sérstakt ríkisolíufélag, undirbúningur þess hófst í tíð fyrri ríkisstjórnar og hefur núverandi ríkisstjórn haldið þeirri vinnu stíft áfram. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra segir Norðmenn mjög áhugasama um málið. Hann fundaði með Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs, í fyrradag og ræddi áframhaldandi samstarf á þessu sviði. Þegar hafa þjóðrinar gert með sér formlegt samkomulag um olíuleit á Drekasvæðinu og íslenska hluta Jan Mayen svæðisins. „Það sýnir að þeir hafa trú á að þeir telja að þarna sé að finna gas og olíu í vinnanlegu magni. Þeir hafa reyndar gert mat á því hversu líklegt það er og það leiddi í ljós að á því eru verulegar líkur," segir Sigmundur Davíð. Sigmundur fundaði einnig með Kaj Leo Johannesen, lögmanni Færeyja, fyrir skömmu og fræddist um þá uppbyggingu sem þar hefur verið ráðist í vegna möguleikans á því að finna olíu. „Það er áhugavert að bera þetta saman við Færeyjar, þeir hafa borað átta stórar tilraunaholur, ekki enn fundið góða lind en leitin og umsvifin í kringum borunina hafa haft veruleg áhrif á efnahagslíf Færeyja og eiga stóran þátt í þeim hagvexti sem þar hefur náðst að undanförnu. Það sama ætti að eiga við um Ísland. Þegar þessi vinna fer af stað fyrir alvöru og þjónustan í tengslum við hana frá Íslandi bæði á Norður- og Austurlandi," segir Sigmundur Davíð. Gert er ráð fyrir að stofna ríkisolífélaga áður en langt um líður, sú vinna sé langt á veg komin. Uppbygging á austurlandi sé því fyrirsjáanleg. Hann vilji helst ekki tala um hvort olía finnist heldur hvernær. „Það er mikilvægt að hafa í hug að jafnvel þótt allt færi á versta veg og við fyndum ekki olíu eða gas þá er hægt að þjónusta slíka starfsemi við Grænland eða Færeyjar, jafnvel í norskri landhelgi frá Íslandi. Þannig það ríður á að nota tækifærið núna til að byggja upp þekkinguna og getuna hér innanlands."
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira