Innlent

Unnu skemmdir í bílakjallara í Kópavogi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögreglan hafði uppi á viðkomandi ungmennum og gerði forráðamönnum þeirra viðvart.
Lögreglan hafði uppi á viðkomandi ungmennum og gerði forráðamönnum þeirra viðvart. Vísir/Vilhelm
Lögregla var kölluð til um klukkan tíu í gærkvöldi að bílageymslu í Kópavogi þar sem hópur ungmenna var að vinna skemmdir á munum. Höfðu þau meðal annars klippt lás að vinnulyftu og ekið henni um bílageymsluna með tilheyrandi hættu fyrir sig og aðra í kring. Lögreglan hafði uppi á viðkomandi ungmennum og var forráðamönnum þeirra gert viðvart um þetta háttalag.

Um klukkan eitt í nótt barst síðan tilkynning um að piltur á átjánda aldursári hafi slasast þegar flugeldur sprakk í hendi hans í hverfi 107. Lögregla og sjúkralið var sent á vettvang. Pilturinn hlaut áverka í andliti og hendi og var hann fluttur til aðhlynningar á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×