Innlent

Ungir eldhugar í umhverfismálum verðlaunaðir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eldhugarnir í Ráðhúsi Reykjavíkur í hádeginu í dag.
Eldhugarnir í Ráðhúsi Reykjavíkur í hádeginu í dag. Vísir/Ernir
Umhverfisverndarsinnar af yngri kynslóðinni voru í dag verðlaunaðir af Borgarstjóranum í Reykjavík, Degi B. Eggertssyni, í tilefni hreinsunardaga sem hófust á mánudag og standa út vikuna. 

Fengu þau viðurkenningarskjal og skráningu á eitt sumarnámskeið í þakkarskyni. Þeirra á meðal voru þær Freyja Dís, Hekla Soffía, Erna Þórey, Þorgerður og Fjóla Ösp. Stelpurnar fimm úr Árbæ  komust í fréttirnar á dögunum þegar þær stóðu fyrir rusldeginum mikla í Árbænum.

Stelpurnar sögðu í viðtali á krakkasíðu Fréttablaðsins þann 2. apríl síðastliðinn að þeim hefði fundist svo mikið rusl fyrir framan húsin sín þegar snjórinn hvarf að þeir ákváðu einfaldlega að fara að tína það. Til þess notuðu þau poka, hanska og tíndu rusl allt frá Hraunbænum og alveg að Dísarási. 

Þær segja að mikill munur hafi verið á hverfinu sínu eftir tiltektina.

„Já, en okkur fannst samt að það þyrfti að hreinsa það betur svo við ákváðum að gera miða í tölvunni til að biðja fleiri að tína rusl. Svo hengdum við miðana á ljósastaura og svoleiðis,“ sögðu stelpurnar sem hengdu upp miða á tuttugu stöðum. Þær ætla að standa fyrir átakinu árlega.

 

 


Tengdar fréttir

Settu af stað hreinsunarátak í Árbænum

Systurnar Freyja Dís og Hekla Soffía Gunnarsdætur og vinkonur þeirra, Erna Þórey Sigurðardóttir, Þorgerður Þorkelsdóttir og Fjóla Ösp Baldursdóttir, ákváðu óbeðnar að snyrta nánasta umhverfi sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×