Handbolti

Umfjöllun og myndir: Spánn - Danmörk 35-19 | Spánverjar heimsmeistarar

Mynd/AFP
Spánn skellti Danmörku 35-19 í úrslitaleik Heimsmeistarakeppninnar í handbolta. Spánn var átta mörkum yfir í hálfleik 18-10 en yfirburðir Spánar voru ótrúlegir í leiknum.

Danir réðu ekkert við varnarmúr Spánar og höfðu aldrei neinar lausnir í leiknum. Á tíma stefndi í að Spánn gæti unnið leikinn með 20 marka mun en liðið slakaði á í lokin og einstaklingsframtakið fékk þá að ráða í sókninni.

Ekki nóg með að vörn og markvarsla Spánar var í sérflokki þá lék liðið frábærlega í sókninni og voru Spánverjar búnir að leysa 6-0 vörn Dana og fengu mörg auðveld mörk.

Gang leiksins má finna í leiklýsingu hér að neðan en fyrir utan stuttan kafla snemma leiks var Danmörk í raun aldrei inni í leiknum og ljóst hvert stefndi snemma leiks.

Joan Canellas lék frábærlega á miðjunni og var í raun hvergi veikan hlekk að finna í liði Spánar, jafnt í vörn sem sókn.

Henrik Möllgaard lék ágætlega á kafla fyrir Danmörku en annars var fátt um fína drætti í leik Evrópumeistaranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×