Umfjöllun og einkunnir: Ísland - Króatía 0-2 | Draumurinn úti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2013 12:44 Mynd/Vilhelm Íslendingar verða ekki með á HM í Brasilíu í sumar. Það varð ljóst eftir 2-0 tap fyrir Króatíu á Maksimir-leikvanginum í Zagreb í kvöld. Strákarnir okkar náðu sér ekki á strik í leiknum, þrátt fyrir að Króatar misstu mann af velli með rautt spjald seint í fyrri hálfleiknum. Mario Mandzukic skoraði fyrra mark Króatíu á 27. mínútu en fékk að líta rauða spjaldið ellefu mínútum síðar fyrir brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni. Fyrirliðinn Dario Srna innsiglaði sigur liðsins svo strax á annarri mínútu síðari hálfleiksins og litu Króatar aldrei um öxl eftir það. Strákarnir okkar náðu ekki að standa í Króötunum í dag. Luka Modric, stórstjarna Real Madrid, var öflugur á miðjunni sem og ungstirnið Matea Kovacic, leikmaður Inter, sem lagði upp síðara markið fyrir Króatíu. Króatar komu inn í leikinn af gríðarlegum krafti og settu miklar pressu á Íslendinga sem vörðust fimlega. Ísland komst þó í álitlega sókn á 12. mínútu sem endaði með því að Alfreð Finnbogason náði að fylgja eftir skoti Gylfa Þórs Sigurðssonar og senda boltann í netið en þá var búið að dæma rangstöðu á Alfreð. Fyrir utan þessa sókn og nokkurra mínútna leikkafla eftir hana var sóknarleikur Íslands afar bitlaus og virtist á löngum köflum að einföldustu sendingar rötuðu ekki á samherja. Upp úr 18. mínútu hófst mikil og löng sóknarlota Króata og ljóst að eitthvað varð undan að láta. Á 27. mínútu barst boltinn inn á teig og á dauðafrían Mario Mandzukic sem skoraði auðveldlega. Jóhann Berg Guðmundsson hafði litið af honum eitt augnablik og fyrir það refsuðu heimamenn. Strákarnir vissu þó að eitt íslenskt mark myndi duga til þrátt fyrir þetta og fékk liðið risastóra liflínu skömmu fyrir lok hálfleiksins. Mandzukic gætti ekki að sér í návígi við Jóhann Berg og gróf takkana á skónum sínum í bólakaf í læri Jóhanns Bergs. Dómari leiksins, Björn Kuipers frá Hollandi, var aðeins fáeinar sekúndur að ná í rauða spjaldið úr vasanum. Menn héldu rónni til loka fyrri hálfleiks en Króatar létu mótlætið ekki á sig fá og komu enn sterkari til leiks í síðari hálfleik. Ungstirnið Matea Kovacic tók glæsilegan sprett frá miðju og renndi boltanum fyrir fyrirliðann Dario Srna sem skoraði með laglegu skoti. Skoti sem Hannes Þór hefði ef til vill átt að verja en inn fór boltinn. Þar með varð ljóst að þetta yrði þungur róður fyrir strákana okkar sem náðu sér engan veginn að nýta sér liðsmuninn, ekki frekar en Króatar í fyrri leiknum hér á landi er Ólafur Ingi Skúlason fékk að líta rauða spjaldið. Strákarnir náðu aldrei að skapa sér verulega hættu við mark andstæðingsins og Króatarnir voru nær því að bæta við mörkum en hitt. Kovacic, Ivan Perisic og Danijel Pranjic fengu allir hættuleg færi en besti maður Íslands, markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, sá til þess að mörkin urðu ekki fleiri. Íslendingar geta þó litið með stoltum augum til baka yfir þessa undankeppni og minnst þess þegar að litla Ísland var hársbreidd frá því að komast á HM í Brasilíu. Ísland á ungt lið og sannarlega bjarta framtíð fyrir höndum.mynd / vilhelm HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Sjá meira
Íslendingar verða ekki með á HM í Brasilíu í sumar. Það varð ljóst eftir 2-0 tap fyrir Króatíu á Maksimir-leikvanginum í Zagreb í kvöld. Strákarnir okkar náðu sér ekki á strik í leiknum, þrátt fyrir að Króatar misstu mann af velli með rautt spjald seint í fyrri hálfleiknum. Mario Mandzukic skoraði fyrra mark Króatíu á 27. mínútu en fékk að líta rauða spjaldið ellefu mínútum síðar fyrir brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni. Fyrirliðinn Dario Srna innsiglaði sigur liðsins svo strax á annarri mínútu síðari hálfleiksins og litu Króatar aldrei um öxl eftir það. Strákarnir okkar náðu ekki að standa í Króötunum í dag. Luka Modric, stórstjarna Real Madrid, var öflugur á miðjunni sem og ungstirnið Matea Kovacic, leikmaður Inter, sem lagði upp síðara markið fyrir Króatíu. Króatar komu inn í leikinn af gríðarlegum krafti og settu miklar pressu á Íslendinga sem vörðust fimlega. Ísland komst þó í álitlega sókn á 12. mínútu sem endaði með því að Alfreð Finnbogason náði að fylgja eftir skoti Gylfa Þórs Sigurðssonar og senda boltann í netið en þá var búið að dæma rangstöðu á Alfreð. Fyrir utan þessa sókn og nokkurra mínútna leikkafla eftir hana var sóknarleikur Íslands afar bitlaus og virtist á löngum köflum að einföldustu sendingar rötuðu ekki á samherja. Upp úr 18. mínútu hófst mikil og löng sóknarlota Króata og ljóst að eitthvað varð undan að láta. Á 27. mínútu barst boltinn inn á teig og á dauðafrían Mario Mandzukic sem skoraði auðveldlega. Jóhann Berg Guðmundsson hafði litið af honum eitt augnablik og fyrir það refsuðu heimamenn. Strákarnir vissu þó að eitt íslenskt mark myndi duga til þrátt fyrir þetta og fékk liðið risastóra liflínu skömmu fyrir lok hálfleiksins. Mandzukic gætti ekki að sér í návígi við Jóhann Berg og gróf takkana á skónum sínum í bólakaf í læri Jóhanns Bergs. Dómari leiksins, Björn Kuipers frá Hollandi, var aðeins fáeinar sekúndur að ná í rauða spjaldið úr vasanum. Menn héldu rónni til loka fyrri hálfleiks en Króatar létu mótlætið ekki á sig fá og komu enn sterkari til leiks í síðari hálfleik. Ungstirnið Matea Kovacic tók glæsilegan sprett frá miðju og renndi boltanum fyrir fyrirliðann Dario Srna sem skoraði með laglegu skoti. Skoti sem Hannes Þór hefði ef til vill átt að verja en inn fór boltinn. Þar með varð ljóst að þetta yrði þungur róður fyrir strákana okkar sem náðu sér engan veginn að nýta sér liðsmuninn, ekki frekar en Króatar í fyrri leiknum hér á landi er Ólafur Ingi Skúlason fékk að líta rauða spjaldið. Strákarnir náðu aldrei að skapa sér verulega hættu við mark andstæðingsins og Króatarnir voru nær því að bæta við mörkum en hitt. Kovacic, Ivan Perisic og Danijel Pranjic fengu allir hættuleg færi en besti maður Íslands, markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, sá til þess að mörkin urðu ekki fleiri. Íslendingar geta þó litið með stoltum augum til baka yfir þessa undankeppni og minnst þess þegar að litla Ísland var hársbreidd frá því að komast á HM í Brasilíu. Ísland á ungt lið og sannarlega bjarta framtíð fyrir höndum.mynd / vilhelm
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Sjá meira