Innlent

Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli stendur yfir

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Mynd frá æfingunni í dag.
Mynd frá æfingunni í dag. mynd/friðrik þór halldórsson
Flugslysaæfing hófst á Reykjavíkurflugvelli klukkan 11 í morgun en æfingin stendur til klukkan þrjú í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Isavia er æfingin mjög umfangsmikil og munu alls 450 manns taka þátt í henni.

Í tilkynningunni segir að eldar verði kveiktir, leikarar verði farðaðir sem slasaðir farþegar, sjúkrabílar aki í neyðarakstri og björgunarsveitarbílar verði áberandi.

Margar starfseiningar koma að æfingunni en þar taka þátt starfsmenn flugvallarins, lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningsaðilar, starfsmenn sjúkrahúsa, almannavarnir, björgunarsveitir, Rauði krossinn, prestar, rannsóknaraðilar og fleiri.

Borgarbúar þurfa ekki að óttast

Flugslysaæfingar af þessu tagi eru haldnar á fjögurra ára fresti og var síðasta æfing því haldin árið 2012. 

Slíkar æfingar kunna að vekja upp forvitni þeirra sem eiga leið hjá og þeir sem ekki vita að um sviðsetta uppákomu er að ræða kunna að verða skelkaðir. Isavia vill því koma á framfæri til borgarbúa að ekki sé um hættuástand að ræða, heldur sviðsetta æfingu.

Frá æfingunni í dag.mynd/friðrik þór halldórsson
Mynd frá æfingunni í dag.
Bílar brenna á flugslysaæfingunni 2012mynd/isavia



Fleiri fréttir

Sjá meira


×