Lífið

Um 60 Íslendingar léku í hópsenu fyrir bandarískan gamanþátt

Birgir Olgeirsson skrifar
Leikararnir Fred Armisen og Aide Bryant ásamt íslensku börnunum sem voru fengin til að leika í þáttunum. Myndin er birt á Facebook-síðu Nönnu Kristínar Magnúsdóttur sem vinnur hjá fyrirtækinu Zik-Zak sem kemur að framleiðslu þáttanna hér á landi.
Leikararnir Fred Armisen og Aide Bryant ásamt íslensku börnunum sem voru fengin til að leika í þáttunum. Myndin er birt á Facebook-síðu Nönnu Kristínar Magnúsdóttur sem vinnur hjá fyrirtækinu Zik-Zak sem kemur að framleiðslu þáttanna hér á landi. Vísir/Facebook
Um það bil sextíu íslenskir aukaleikarar léku í hópsenu fyrir bandaríska þáttinn American Documentary í dag. Tökurnar fóru fram við Dómkirkjuna, Hótel Kvosin og á Kárastíg.

Að þáttunum standa bandarísku grínistarnir Seth Myers, Fred Armisen, Adie Bryant og Bill Hader sem eru hvað þekktust fyrir hlutverk sín í þáttunum Saturday Night Live. Þættirnir American Documentary eru í svokölluðum „mockumentary“ - stíl og eru því látnir líta út fyrir að vera heimildarmynd.

Um það bil 40 -50 Íslendingar eru í framleiðsluteymi þáttanna sem eru teknir upp hér á landi íslensku aukaleikararnir sem tóku þátt í hópsenunni í dag þóttu standa sig afar vel og leikstjórarnir sagðir afar ánægðir með þeirra framlag.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×