Úlfur, úlfur Heiða Björg Pálmadóttir skrifar 23. ágúst 2012 06:00 Barnaverndarstofa er eitt þeirra stjórnvalda sem falið hefur verið að gæta hagsmuna barna í íslensku samfélagi. Störf stofunnar eru ekki, frekar en annarra opinberra stofnana, yfir gagnrýni hafin. Eðlilegt er að almenningur hafi aðhald með störfum opinberrar stofnunar með málefnalegri umræðu og gagnrýni og er hlutverk fjölmiðla mikilvægt í þessu sambandi. Mál, þar sem deilt er um hagsmuni barna, eru í eðli sínu alltaf viðkvæm. Þó að þau séu ólík að grunni til og varði sum deilur foreldra við barnaverndaryfirvöld og önnur deilur á milli foreldra eiga þau það sameiginlegt að fleiri en ein hlið er á hverju máli. Foreldrum er frjálst að kynna sína hlið í fjölmiðlum en þegar stjórnvöld koma að málinu eru þau bundin þagnarskyldu og geta því ekki komið sínum sjónarmiðum á framfæri eða leiðrétt rangfærslur og staðreyndavillur sem foreldri, eða aðilar sem tengjast því, hefur sett fram. Verða þeir, sem fylgjast með umræðu um slík mál, að vera meðvitaðir um að ef til vill eru ekki allar staðreyndir málsins uppi á borðum og oftar en ekki hallar í umfjölluninni á þann aðila sem ekki hefur tjáð sig í málinu, hvort sem sá aðili er hitt foreldrið eða opinber stofnun. Ástæða þess að vakin er athygli á þessum ágalla á opinberri umfjöllun um einstaka mál sem varða börn er umræða sem skapast hefur um störf þeirrar stofnunar sem ég starfa hjá, Barnaverndarstofu, í umræðu um forsjárdeilu milli foreldra. Hafa móðirin og aðstandendur hennar í því máli kosið að gera grein fyrir sinni hlið málsins á opinberum vettvangi og meðal annars vegið harkalega að barnaverndaryfirvöldum, bæði Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum sem komið hafa að málinu. Vegna ákvæða barnaverndarlaga um þagnarskyldu getur Barnaverndarstofa ekki í slíkri umræðu borið hönd fyrir höfuð sér og leiðrétt þær fjölmörgu rangfærslur sem settar hafa verið fram í máli þessu. Telur stofan samt sem áður nauðsynlegt að vekja athygli almennings á því að verulega skortir á að þær upplýsingar sem birst hafa í málinu séu í samræmi við staðreyndir þess. Í málum, þar sem foreldrar deila um forsjá barna sinna og foreldrar búa hver í sínu landinu, þá gilda ákveðnar reglur um það í hvaða landi leiða á forsjárdeiluna til lykta. Eins og rakið hefur verið opinberlega var fjölskylda sú, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, búsett í Danmörku þegar foreldrar slitu samvistum og varð því að leysa úr forsjárdeilunni þar. Var það gert fyrir dómstólum þar sem dómstólar, bæði í undirrétti og yfirrétti, komust að þeirri niðurstöðu að það þjónaði best hagsmunum barnanna að búa hjá föður sínum. Löggjöf Danmerkur er í grundvallaratriðum svipuð þeirri íslensku að því leyti að í málum sem þessum er ávallt rætt við börnin, hafi þau aldur til þess, áður en komist er að niðurstöðu. Má ekki gleyma því að báðir aðilar í dómsmáli hafa tækifæri til þess að kynna sín sjónarmið áður en dómstólar taka ákvörðun. Undir rekstri forsjármálsins og eftir að því lauk braut móðir barnanna ítrekað gegn lögum og fór í óleyfi með þau til Íslands. Hafa ólögmæt brottnám ávallt djúpstæð áhrif á börn og geta valdið þeim varanlegum skaða. Að auki eru slíkar aðgerðir aldrei til þess fallnar að bæta réttarstöðu þess foreldris sem tekur slíka ákvörðun. Eðlilegt er að foreldri, sem brotið er gegn með slíkum aðgerðum, leiti til dómstóla hér á landi í þeim tilgangi að fá börn sín afhent. Við rekstur slíkra mála er líka rætt við börn og lagt mat á það hvort þeim kunni að vera hætta búin verði þau send til baka. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur Íslands framkvæmdu slíkt mat í umræddu máli og voru sammála um að ekkert benti til annars, eftir að hafa rætt við börnin, en að þau væru örugg hjá föður sínum. Aðfarargerðir, sem beinast að börnum, eru íþyngjandi og til þess fallnar að valda börnum skaða. Er það skoðun Barnaverndarstofu að slíkar aðgerðir ættu ekki að fara fram og leysa eigi mál með öðrum hætti. Það má þó aldrei gleyma því að það er það foreldri, sem ekki lætur af hinu ólöglega ástandi, sem ber ábyrgð á því að aðfarargerð þarf að fara fram. Foreldri, sem heldur börnum hjá sér með ólögmætum hætti, getur alltaf komið í veg fyrir að börnin sín þurfi að verða fyrir sálrænum skaða með því að fylgja niðurstöðum dómstóla og afhenda börnin. Ísland er réttarríki. Í því felst að bæði einstaklingar og opinberir aðilar verða að virða bæði lög og niðurstöður dómstóla í einstaka málum og treysta því að niðurstöður í dómsmálum séu réttar með hliðsjón af öllum staðreyndum málsins, ekki eingöngu hlið annars aðilans. Leggur Barnaverndarstofa á það áherslu að það er ekkert í máli þessu sem bendir til annars en að niðurstöður dómstóla hér á landi og í Danmörku hafi verið teknar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Það má ekki gleyma að mál sem þessi snúast um líf og hagsmuni barna. Barnaverndarstofa þolir vel óvægna gagnrýni en öðru máli kann að gegna um ungar sálir sem þurfa að þola það að ítrekað sé fjallað um þeirra innstu mál í fjölmiðlum og oftar en ekki stangast umfjöllunin verulega á við sannleikann. Verða þeir, sem ákveða að taka þátt í umræðu um mál barna, að huga að því að þeir hafa sjaldnast forsendur til þess að geta lagt dóm á einstök mál og að opinber umfjöllun getur verið til þess fallin að skaða börnin sem ætlunin er að vernda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Barnaverndarstofa er eitt þeirra stjórnvalda sem falið hefur verið að gæta hagsmuna barna í íslensku samfélagi. Störf stofunnar eru ekki, frekar en annarra opinberra stofnana, yfir gagnrýni hafin. Eðlilegt er að almenningur hafi aðhald með störfum opinberrar stofnunar með málefnalegri umræðu og gagnrýni og er hlutverk fjölmiðla mikilvægt í þessu sambandi. Mál, þar sem deilt er um hagsmuni barna, eru í eðli sínu alltaf viðkvæm. Þó að þau séu ólík að grunni til og varði sum deilur foreldra við barnaverndaryfirvöld og önnur deilur á milli foreldra eiga þau það sameiginlegt að fleiri en ein hlið er á hverju máli. Foreldrum er frjálst að kynna sína hlið í fjölmiðlum en þegar stjórnvöld koma að málinu eru þau bundin þagnarskyldu og geta því ekki komið sínum sjónarmiðum á framfæri eða leiðrétt rangfærslur og staðreyndavillur sem foreldri, eða aðilar sem tengjast því, hefur sett fram. Verða þeir, sem fylgjast með umræðu um slík mál, að vera meðvitaðir um að ef til vill eru ekki allar staðreyndir málsins uppi á borðum og oftar en ekki hallar í umfjölluninni á þann aðila sem ekki hefur tjáð sig í málinu, hvort sem sá aðili er hitt foreldrið eða opinber stofnun. Ástæða þess að vakin er athygli á þessum ágalla á opinberri umfjöllun um einstaka mál sem varða börn er umræða sem skapast hefur um störf þeirrar stofnunar sem ég starfa hjá, Barnaverndarstofu, í umræðu um forsjárdeilu milli foreldra. Hafa móðirin og aðstandendur hennar í því máli kosið að gera grein fyrir sinni hlið málsins á opinberum vettvangi og meðal annars vegið harkalega að barnaverndaryfirvöldum, bæði Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum sem komið hafa að málinu. Vegna ákvæða barnaverndarlaga um þagnarskyldu getur Barnaverndarstofa ekki í slíkri umræðu borið hönd fyrir höfuð sér og leiðrétt þær fjölmörgu rangfærslur sem settar hafa verið fram í máli þessu. Telur stofan samt sem áður nauðsynlegt að vekja athygli almennings á því að verulega skortir á að þær upplýsingar sem birst hafa í málinu séu í samræmi við staðreyndir þess. Í málum, þar sem foreldrar deila um forsjá barna sinna og foreldrar búa hver í sínu landinu, þá gilda ákveðnar reglur um það í hvaða landi leiða á forsjárdeiluna til lykta. Eins og rakið hefur verið opinberlega var fjölskylda sú, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, búsett í Danmörku þegar foreldrar slitu samvistum og varð því að leysa úr forsjárdeilunni þar. Var það gert fyrir dómstólum þar sem dómstólar, bæði í undirrétti og yfirrétti, komust að þeirri niðurstöðu að það þjónaði best hagsmunum barnanna að búa hjá föður sínum. Löggjöf Danmerkur er í grundvallaratriðum svipuð þeirri íslensku að því leyti að í málum sem þessum er ávallt rætt við börnin, hafi þau aldur til þess, áður en komist er að niðurstöðu. Má ekki gleyma því að báðir aðilar í dómsmáli hafa tækifæri til þess að kynna sín sjónarmið áður en dómstólar taka ákvörðun. Undir rekstri forsjármálsins og eftir að því lauk braut móðir barnanna ítrekað gegn lögum og fór í óleyfi með þau til Íslands. Hafa ólögmæt brottnám ávallt djúpstæð áhrif á börn og geta valdið þeim varanlegum skaða. Að auki eru slíkar aðgerðir aldrei til þess fallnar að bæta réttarstöðu þess foreldris sem tekur slíka ákvörðun. Eðlilegt er að foreldri, sem brotið er gegn með slíkum aðgerðum, leiti til dómstóla hér á landi í þeim tilgangi að fá börn sín afhent. Við rekstur slíkra mála er líka rætt við börn og lagt mat á það hvort þeim kunni að vera hætta búin verði þau send til baka. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur Íslands framkvæmdu slíkt mat í umræddu máli og voru sammála um að ekkert benti til annars, eftir að hafa rætt við börnin, en að þau væru örugg hjá föður sínum. Aðfarargerðir, sem beinast að börnum, eru íþyngjandi og til þess fallnar að valda börnum skaða. Er það skoðun Barnaverndarstofu að slíkar aðgerðir ættu ekki að fara fram og leysa eigi mál með öðrum hætti. Það má þó aldrei gleyma því að það er það foreldri, sem ekki lætur af hinu ólöglega ástandi, sem ber ábyrgð á því að aðfarargerð þarf að fara fram. Foreldri, sem heldur börnum hjá sér með ólögmætum hætti, getur alltaf komið í veg fyrir að börnin sín þurfi að verða fyrir sálrænum skaða með því að fylgja niðurstöðum dómstóla og afhenda börnin. Ísland er réttarríki. Í því felst að bæði einstaklingar og opinberir aðilar verða að virða bæði lög og niðurstöður dómstóla í einstaka málum og treysta því að niðurstöður í dómsmálum séu réttar með hliðsjón af öllum staðreyndum málsins, ekki eingöngu hlið annars aðilans. Leggur Barnaverndarstofa á það áherslu að það er ekkert í máli þessu sem bendir til annars en að niðurstöður dómstóla hér á landi og í Danmörku hafi verið teknar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Það má ekki gleyma að mál sem þessi snúast um líf og hagsmuni barna. Barnaverndarstofa þolir vel óvægna gagnrýni en öðru máli kann að gegna um ungar sálir sem þurfa að þola það að ítrekað sé fjallað um þeirra innstu mál í fjölmiðlum og oftar en ekki stangast umfjöllunin verulega á við sannleikann. Verða þeir, sem ákveða að taka þátt í umræðu um mál barna, að huga að því að þeir hafa sjaldnast forsendur til þess að geta lagt dóm á einstök mál og að opinber umfjöllun getur verið til þess fallin að skaða börnin sem ætlunin er að vernda.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun