Tveir fullorðnir greinast með einhverfu í hverjum mánuði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 10:47 Þeir sem komast á biðlista eftir greiningu eru eingöngu skjólstæðingar geðsviðs Landspítalans sem hafa verið greindir með aðra geðröskun, svo sem kvíða, þunglyndi og geðrof, en grunur leikur á undirliggjandi einhverfu. Fréttablaðið/Valli Dæmi eru um að fjöldi fólks hafi verið greindur með alls kyns geðraskanir áður en hann fær greiningu á einhverfu á fullorðinsárum. Á síðasta ári var stofnað teymi sem vinnur að greiningu á einhverfu meðal fullorðinna. Teymið er lítið og samanlagt starfshlutfall fyllir varla eina stöðu. Samt sem áður hefur teymið greint tvo fullorðna einstaklinga á mánuði með einhverfu og biðlistinn er langur, eða um það bil eins og hálfs árs bið. „Það skiptir heilmiklu máli fyrir einstaklinginn að fá greiningu,“ segir Páll Magnússon, sálfræðingur og teymisstjóri einhverfuteymis á Landspítalanum. „Það veitir honum nýjan skilning á sjálfum sér og það er oft ákveðinn léttir sem fylgir því. Einnig bætir rétt greining þjónustuna við hann.“Páll magnússon SálfræðingurPáll segir að tíðni einhverfu hafi aukist gífurlega. Árin 1964-1983 greindust þrjú til fimm börn af hverjum tíu þúsund fæddum. En árin 1994-1998 greindust 120 börn af hverjum tíu þúsund fæddum, eða 1,2 prósent barna. Miðað við fæðingartölu upp á fimm þúsund börn á ári má reikna með að 60-70 börn greinist með einhverfu í hverjum fæðingarárgangi. Páll segir líklega skýringu fyrir aukningu vera að þekkingin hefur aukist og greiningartæknin batnað. „Það má því gera ráð fyrir að vel yfir hundrað fullorðnir af hverjum tíu þúsund sé með ógreinda einhverfu. Vegna þessa var teymið stofnað og greining á fullorðnum gerð markviss.“ Þeir sem greinast með einhverfu í teyminu eru almennt með fulla greind en hafa aldrei fengið skýringu á því af hverju þeir eru allt öðruvísi en aðrir. „Við greiningu skoðum við þroskasöguna og þá sjáum við að þetta hefur fylgt einstaklingnum allt lífið. Jafnvel strax í leikskóla falla þeir ekki inn í hópinn sem getur verið niðurbrjótandi fyrir sjálfsmyndina og börn finna sér neikvæðar skýringar á þessu; að þau séu ljót, vitlaus og mislukkuð.“Lára Kristín Brynjólfsdóttir greindist með einhverfu 27 ára gömul en fyrir það hafði hún verið ranggreind með ótal geðraskanir.Einmanalegt að vera einn í einhverfunni „Það fylgir því mikil sorg að fá greiningu því það þýðir að þetta mun ekki batna,“ segir Lára Kristín Brynjólfsdóttir, sem greindist með einhverfu 27 ára gömul. „En greiningin var á sama tíma svarið sem ég hafði þráð síðan ég fæddist.“ Lára hefur alltaf upplifað sig eina. „Mér finnst enginn skilja mig. Ég á ekki einn einasta vin og er því mjög einmana. Ég myndi helst vilja búa með öðrum einhverfum, sem eru með fulla greind og getu til að vinna, og fá að finna mig í lífinu.“ Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Dæmi eru um að fjöldi fólks hafi verið greindur með alls kyns geðraskanir áður en hann fær greiningu á einhverfu á fullorðinsárum. Á síðasta ári var stofnað teymi sem vinnur að greiningu á einhverfu meðal fullorðinna. Teymið er lítið og samanlagt starfshlutfall fyllir varla eina stöðu. Samt sem áður hefur teymið greint tvo fullorðna einstaklinga á mánuði með einhverfu og biðlistinn er langur, eða um það bil eins og hálfs árs bið. „Það skiptir heilmiklu máli fyrir einstaklinginn að fá greiningu,“ segir Páll Magnússon, sálfræðingur og teymisstjóri einhverfuteymis á Landspítalanum. „Það veitir honum nýjan skilning á sjálfum sér og það er oft ákveðinn léttir sem fylgir því. Einnig bætir rétt greining þjónustuna við hann.“Páll magnússon SálfræðingurPáll segir að tíðni einhverfu hafi aukist gífurlega. Árin 1964-1983 greindust þrjú til fimm börn af hverjum tíu þúsund fæddum. En árin 1994-1998 greindust 120 börn af hverjum tíu þúsund fæddum, eða 1,2 prósent barna. Miðað við fæðingartölu upp á fimm þúsund börn á ári má reikna með að 60-70 börn greinist með einhverfu í hverjum fæðingarárgangi. Páll segir líklega skýringu fyrir aukningu vera að þekkingin hefur aukist og greiningartæknin batnað. „Það má því gera ráð fyrir að vel yfir hundrað fullorðnir af hverjum tíu þúsund sé með ógreinda einhverfu. Vegna þessa var teymið stofnað og greining á fullorðnum gerð markviss.“ Þeir sem greinast með einhverfu í teyminu eru almennt með fulla greind en hafa aldrei fengið skýringu á því af hverju þeir eru allt öðruvísi en aðrir. „Við greiningu skoðum við þroskasöguna og þá sjáum við að þetta hefur fylgt einstaklingnum allt lífið. Jafnvel strax í leikskóla falla þeir ekki inn í hópinn sem getur verið niðurbrjótandi fyrir sjálfsmyndina og börn finna sér neikvæðar skýringar á þessu; að þau séu ljót, vitlaus og mislukkuð.“Lára Kristín Brynjólfsdóttir greindist með einhverfu 27 ára gömul en fyrir það hafði hún verið ranggreind með ótal geðraskanir.Einmanalegt að vera einn í einhverfunni „Það fylgir því mikil sorg að fá greiningu því það þýðir að þetta mun ekki batna,“ segir Lára Kristín Brynjólfsdóttir, sem greindist með einhverfu 27 ára gömul. „En greiningin var á sama tíma svarið sem ég hafði þráð síðan ég fæddist.“ Lára hefur alltaf upplifað sig eina. „Mér finnst enginn skilja mig. Ég á ekki einn einasta vin og er því mjög einmana. Ég myndi helst vilja búa með öðrum einhverfum, sem eru með fulla greind og getu til að vinna, og fá að finna mig í lífinu.“
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira