Skoðun

Túlkasjóður

Laila M. Arnþórsdóttir skrifar
Ég má til með að senda þér Illugi Gunnarsson  háttvirtur menntamálaráherra þessar línur þar sem málið er brýnt og þolir ekki bið.

Því þannig er það víst að  enn og aftur er félagslegi túlkasjóður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra heyrnarskertra uppurinn og tveir og hálfur mánuður í áramót.

Hvaða afleiðingar hefur það kann einhver að spyrja jú það hefur miklar og víðtækar afleiðingar ekki bara fyrir þá sem eiga sér táknmál að móðurmáli heldur líka fyrir okkur hin.

Reynum því saman að  setja okkur í spor annarra t.d  barns sem dögum saman hefur undirbúið  uppákomu í skólanum sínum mikið hefur verið lagt á sig og bæði skólinn og heimili barnanna tekið þátt í að undirbúa viðburðinn.  Loksins stóri dagurinn rennur upp og foreldar og ættingjar safnast saman og spjalla sín á milli fyrir stórsýninguna.

 

 En því miður það eru víst ekki allir með,  heyrnarlausu  foreldrarnir standa hjá en hafa ekki tækifæri til að taka þátt í umræðunum  því það er enginn túlkur á staðnum því miður tölum við ekki öll íslenskt táknmál.

Sýningin hefst og áhorfendur skemmta sér konunglega eða  næstum allir,  heyrnarlaus foreldrarnir eru utangátta og án þess að fá að fylgjast með börnunum  eða taka þátt í gleðinni   það er jú  ekki  túlkur á staðnum manstu   sjóðurinn er  búinn . Setum okkur nú smá stund í spor barnsins sem fylgist með það sér að foreldrarnir  fá ekki að taka þátt í gleðinni eins og aðrir þau geta ekki verið með.

Þetta er sárt upp á að horfa.

Hvað fyndist okkur um það ef við neyddumst til að segja okkur  úr árshátíðarnefndinni þar sem ríkti bæði gleði og góður móral. Það er víst ekki um annað að ræða, það verður lítið hægt að funda án túlks. Við erum öll að tapa förum á mis við gefandi samskipti og mannauð.

Allt hefur þetta áhrif bæði á heyrnarlausa og þá sem þeim standa næst. Þess vegna spyr ég ráðherra  er ekki hægt að kippa þessu í liðinn? Er ekki hægt að tryggja að svona gerist ekki aftur að ári.

Tryggum virka þátttöku allra.

Virðingarfyllst ,

Laila Margrét Arnþórsdóttir

Ráðgjafi félags heyrnarlausra  




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×